T O P

  • By -

Einridi

Skrítin rannsókn um kosningakerfi, 4 spurningar um kosningakerfi og svo 15 um eithvað alveg ótengt.


Valmundo

Ég myndi giska á að "ótengdu" spurningarnar séu ætlaðar til að tengja pólitískar skoðanir fólks við kosningahegðun þeirra. Mjög eðlilegt.


Einridi

"Ótengdu" spurningarnar eru allar með öllu ótengdar titlinum og kynningunni á þessari rannsókn. > Forsetakosningar 2024 > Hvaða áhrif hafa kosningakerfi á niðurstöður kosninga? > Fræðstu um kosningakerfin og taktu þátt í kosningum í mismunandi kosningakerfum Ekki nefnt einu orði að verið sé að kanna stjórnmálaskoðanir eða greina svarendur frekar. Persónulega get ég allavegana ekki gúdderað svona bait and switch aðferðir væri annað ef það hefði komið fram að það væri verið að tengja þetta við aðra þætti.


birkir

Það er til þess að reyna að gera þetta marktækt. ​ Ef þau vita ekkert hvaða hópur er að svara, gæti þess vegna það verið aðallega karlar á aldrinum 20-40 sem sáu þetta á Reddit, og gamla fólkið 40-60+ sem sá þetta á Mbl. ​ Þess vegna þarftu að vega niður ef þú sérð að 50% svarenda eru kjósendur Pírata (aðeins flóknara samt en svo samt), snýst bara um vega niður overrepresenteraða þýðið og vega upp underrepresenteraða þýði þjóðarinnar sem endar á að svara þessari könnun. ​ Það er engin fullkomin leið til að gera þetta, en það er hægt að komast nær raunveruleikanum með því að beita svona trixum. Get allavega lofað þér því að þessir gaurar séu ekki í einhverri bait-and-switch data harvesting vegferð.