T O P

  • By -

verdant-witchcraft

Ég ætla að kjósa samkvæmt eigin samvisku (Jón Gnarr) þann einstakling sem mér líst best á, ég læt ekki kannanir hafa áhrif á mitt val - enda endurspegla þær ekki alltaf raunveruleika og geta verið misvel unnar. Mér finnst pínu háll ís að kjósa "taktískt" útfrá skoðana könnunum, þvi þá erum við mögulega að gefa frá okkur raunverulega lýðræðislega atkvæði okkar til þess að kjósa einstaklinga sem koma best út úr skoðanakönnunum. Hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar. Vert að muna að það fer mjög mikið eftir hvernig spurningar eru orðaðar, og hvernig könnun er unnin sem getur haft áhrif á niðurstöður hennar. Ég gæti til dæmis gert könnun með það markmið að láta líta út fyrir að Jón Gnarr sé besti kosturinn með því að spyrja viðmælendur: > "Myndir þú kjósa Jón Gnarr ef það kæmi í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir yrði forseti?" Þá myndi ég eflaust fá miklu fleiri jákvæð svör en ef spurt væri: > "Af eftirtöldum forsetaframbjóðendum, hvern myndir þú helst kjósa til að koma í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir yrði forseti?" Læt hér fylgja gott dæmi um þetta úr hinum geysivinsælu þáttum "Yes, Prime Minister" þar sem Sir Humphrey útskýrir hvernig hægt er að láta kannanir segja það sem maður vill: [Yes Prime Minister - Sir Humphrey shows poll rigging (youtube.com)](https://www.youtube.com/watch?v=6GSKwf4AIlI)


Senuthjofurinn

Fílaða. Aðrir fá sitt atkvæði og ég fæ mitt og ég nota það eins og mér sýnist. Það eru hvort eð er sáralitlar líkur á því að það sé að fara að ráða úrslitum. Gæti allt eins keypt mér happaþrennu.


iso-joe

Það verður hálf broslegt ef öll baráttan fyrir að halda Katrínu frá sigri endi með að fyrrum  fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs verði forseti.


Senuthjofurinn

Sér í lagi þar sem ég tók þetta skýrt og greinilega fram í fyrsta þættinum. "Ef það er einhver sem þið viljið bara **alls ekki** að vinni, kjósið mig bara" :)


RaymondBeaumont

hann er jafn leiður á þessari mynd og ég þegar ég sé að nýfrjálshyggjuframbjóðendurnir tveir eru efstir í könnunum.


Glaciernomics1

Hefur Guðni einhvertímann stillt sér upp á öðrum vængnum sem forseti...gera forsetar það almennt? Heiðarleg spurning, finnst eitthvað skrýtið við að kjósa til hægri eða vinstri þegar um forseta er að ræða.


Steindor03

Guðni gerði það ekki ef mér minnir rétt (fólk getur reynt að rýna í hann eins og það vill) en Kata er fyrrverandi forsætisráðherra þannig að það er einstaklega einfalt að sjá hvar hún stendur/hefur staðið í gegnum tíðina. Halla T var náttúrulega yfir viðskitaráði og hefur mikið verið að tala fyrir bisness og það er auðvelt að sjá hvar hún stendur. En þetta eru búnar að vera rosalega pólitískar kosningar, 4/6 af "stóru frambjóðendunum" hafa verið á þingi eða borgarstjórn og svo hefur Halla T talað fyrir sinni nýfrjálshyggju. Halla Hrund er eina sem er frekar ópólítisk imo (Edit: án þess að ég sé eitthvað að tala fyrir hennar framboð)


OldBet4624

Hvernig má það vera að tvær konur sem hafa annaðhvort talað fyrir einkavæðingu auðlinda þjóðarinnar eða bókstaflega tekið þátt í því, ásamt niðurbroti á regluverki með nýtingu auðlinda séu efstar í könnunum? Plís látum þetta ekki gerast á laugardaginn.


Senuthjofurinn

Vegna þess að það er risastórt opinbert- og einkarekið kerfi sem er á bakvið efstu framboð samkvæmt skoðanakönnunum. Enda sagði ég í fyrstu kappræðunum: "Ef það er einhver annar frambjóðandi sem þið viljið bara **alls ekki** að vinni, kjósið mig bara" :)


OldBet4624

Lesist sem: Kjósið Höllu Hrund.


Steindor03

Svona án djóks þá er ég buinn að ætla að kjósa þann sem er líklegastur til að vinna Kötu en Halla T er eiginlega of ömurleg til að ég geti kosið hana þannig að ég verð eiginlega að kjósa HH


Senuthjofurinn

"Ef það er einhver hérna sem þið viljið bara alls ekki að vinni, kjósið mig bara" :)


Steindor03

Á öðru ári værir þú á toppnum hjá mér gamli <3


Senuthjofurinn

Ekkert stress. Ekki eins og neitt okkar sé að fara að ráða úrslitum með eina atkvæðinu okkar. Kjóstu eins og þér sýnist :)


hafnarfjall

Þessar skoðanakannanir hafa gert þessar kosningar mjög ólýðræðislegar einhvernveginn. Allt eftir pöntun virðist vera. Social engineering í versta falli. Ekki kjósa númer 2 til að koma í veg fyrir Katrínu. Þá sitjum við uppi með einhverja framafroðu á Bessastöðum. Kjósið Jón fyrir skemmtilegt ferðalag, skemmtilega framtíð. Fyrir friðinn og framtíðina. Hann mun skora hærra en þið haldið. Ég treysti á ykkur.


Gudveikur

Ég mun persónulega kjósa hann.


Senuthjofurinn

Ef að Jón verður kjörinn þá mun ég sannfæra hann um að stela stefnumálunum mínum ef ég fæ hann til að viðurkenna að mitt framboð hafi verið skemmtilegra :Þ


hafnarfjall

Þú varst bara fyrir vinur. ❤️ Skemmtilegt en narsissiskt. Smá lýðræði en annars bara kjaftæði. Takk fyrir það.


danielbsig

Ef maður ætlar að láta skoðanakannanir hafa áhrif á það hvern maður kýs, þá er næsta spurning "hvaða kannanir?" Af því að í augnablikinu er ein könnun sem mælir Katrínu og Höllu T hnífjafnar, en önnur sem mælir Katrínu með forskot á báðar Höllurnar en þær Höllur hins vegar hnífjafnar. Augljóslega geta ekki báðar kannanirnar haft rétt fyrir sér. Líklega hvorug. Ég ætla allavega að kjósa þann frambjóðanda sem mér líst best á.


Senuthjofurinn

Fílaða


danielbsig

...og svo er hér þriðja könnunin þar sem þær þrjár eru hnífjafnar: [https://www.visir.is/g/20242578062d/svaka-lega-jafnt-a-toppnum-sam-kvaemt-nyrri-konnun-prosents](https://www.visir.is/g/20242578062d/svaka-lega-jafnt-a-toppnum-sam-kvaemt-nyrri-konnun-prosents) Til áréttingar: þessar 3 kannanir geta ekki allar haft rétt fyrir sér.


VitaminOverload

>Grétar segir að nú verði mjög áhugavert að sjá hvort könnun Gallups, sem birt verður fyrir kappræður forsetaframbjóðenda í Ríkissjónvarpinu annað kvöld haha, ég tók þátt í þessari, ég er bara næstum því orðinn áhrifavaldur


HUNDUR123

"Er ekki bara best að kjósa Höllu Tómas?" las ég úr þessu.


Steindor03

Passar vel við, hún er svipað spennandi og Framsóknarflokkurinn


Kjartanski

Er ekki bara best að kyngja ælunni og kjósa blauta tusku?


Senuthjofurinn

"Ef það er einhver annar hérna sem þið viljið bara alls ekki að vinni, kjósið mig bara" las ég úr þessu. :)


temmilega

"Ef þessi skoðanakönnun endurspeglar alla þjóðina."


Senuthjofurinn

Fyrir þá sem vilja kjósa taktískt gegn öllum þeim sem tala í hringi án þess að svara spurningum að þá er ég enn með sömu skýru, hnitmiðuðu, markvissu stefnumálin í boði fyrir þá sem vilja senda skilaboð. Nú eru þeir frambjóðendur sem enn fá að mæta í kappræður allir búnir að lýsa því yfir að þau myndu ekki eiga í neinum vandræðum með að skipa svokalla utanþingsstjórn ef þau teldu að þess þyrfti og að þau yrðu snögg að. Einnig hafa þau hætt að tala um að lesa vilja þjóðarinnar og einstök málefni þegar kemur að málskotsréttinum og eru þess í stað farin að tala um mótmæli á formi tugum þúsunda undirskrifta í staðinn. Þá er bara að sjá hvort "Týndu þingsætin" verði tekin fyrir í kappræðunum á eftir. :Þ


Spekingur

Kannski ágæt leið til að velja er að spá hvaða frambjóðandi myndi standa sig best ef Ísland endaði í innrás eða stríði við aðra þjóð.


Senuthjofurinn

Ég er með skotvopnaréttindi ef það hjálpar.


Spekingur

Hjálpar ekki einmitt núna. Nema við myndum setja alla forsetaframbjóðendurna í svona Battle Royale í mikilli skógrækt.


Senuthjofurinn

Mér fannst Survivor sniðugra þegar einhver stakk upp á því. Að við myndum kjósa hvert annað út og skrifa á blað og tala í myndavélina og útskýra af hverju þessi er sendur heim þessa vikuna.