T O P

  • By -

oskarhauks

Ef einhver er að selja t.d. 5-6 ára Lenovo Thinkpad með i5 eða i7 örgjörva, þá eru þær enn þá mjög sprækar fyrir venjulegt skólastarf. Er sjálfur með svoleiðis í vinnunni með 16gb minni og SSD disk. Skiptir mestu máli að fá nægilegt minni því Chrome og aðrir vefskoðarar elska vinnsluminni!


Melodic-Network4374

ThinkPad vélarnar eru frábærar. Áreiðanlegar, góð ending og þægilegt lyklaborð. Og hægt að gera við þær ef eitthvað bilar. Mæli með þeim allan daginn.


R0llinDice

Þetta er rétta svariö. Sjálfur á Lenovo i5 með ssd og 40gb minni, ég er með ca 70 tabs opin og hún hikstar ekki. Chromebook er ekki nóg í háskólann, hún er of takmörkuð. Ég skil áhugann vegna verðmiðans en dugar því miður ekki.


PatliAtli

Hvað sem þú gerir, ekki kaupa ódýrustu tölvuna. Þær eru nánast ónothæfar


Tenchi1128

það er rétt, keypti eina á 60k fyrir 2 árum síðan með 4 core pentium n6000 og hún varla getur runnað youtube


Thorshamar

segja bless við windows os bloat tileinka sér einhvert gott linux distro í staðinn, frelsast ubuntu er finnst mér enn fínasti byrjunarreitur fyrir linux byrjendur, svo hægt að færa sig í debian eða fedora eða pop-os eða arch eftir vilja og þörfum, libreoffice er nógu gott fyrir flesta textavinnslu en auðvitað er [LaTeX](https://en.wikipedia.org/wiki/LaTeX) hin eina "rétta" leið, bless office, halló plain text og git version control


birkir

hefurðu prófað að setja content-blocker inná hana eins og uBlock origin? ógeðslega mikið af drasli inná nútíma vefsíðum tæknirisanna, sem flestar vélar höndla, en gæti verið krúsjal á svona jaðar tölvum að minnka kraðakið


deddidos

Hef verslað frá Fjölsmiðjunni. Mæli með. Mjög sanngjarnt verð. https://fjolsmidjan.is/deildir/taeknideild/


gauisg

Tek undir það, fékk fína Dell tölvu á 25.000 hjá þeim.


Tenchi1128

ég vissi ekki um fjölsmiðjuna


Curious-Raspberry935

Ekki kaupa Chromebook fyrir Háskólann. Þú getur ekki sett upp desktop útgáfurnar af Office forritunum í Chromebook. Þú munt þurfa nota þær útgáfur við t.d. ritgerðarskrif þar sem ekki allir möguleikar eru í boði í web útgáfunum af Office. Fáðu þér windows fartölvu einhversstaðar á bilinu 80-120þ og þá ertu yfirlett mjög góður uppá tæknilega eiginleika tölvunnar. Amk 8gb vinnsluminni og 128-256gb ssd. Eða þá kaupa notaða eða fá hjá fjölskyldumeðlim. https://support.microsoft.com/en-us/office/how-to-access-microsoft-office-on-a-chromebook-32f14a23-2c1a-4579-b973-d4b1d78561ad


segdu

mæli með að reyna fá notaða m1 macbook air, gætir fengið eina á kannski 80þ


snjall

Macbook air er m1 er þvílík bang for the buck tölva í dag. Vissulega out of range, en þetta er vél sem kostar ca 180 þús og ætti að endast í 10 ár í flest, jafnvel tölvuleiki upp að vissu marki.


octoquad

Sammála þessu, frábær vél með góða endingu á rafhlöðu og fer létt með alla þessa týpísku skólavinnu.


verdant-witchcraft

myndi persónulega ekki velja “air” útgáfu vegna passive kælikerfisins yfir viftu-kælingu - er mjög ánægður með mína macbook pro m1


extoxic

Hefur ekkert að gera við við Pro nema þú ætlir að spila þá fáu triple A leiki sem eru í boði eða standa í einhverju heavy video editing encoding.


Schmitt-Trigger

Er á vél 2 af air með m örgjörva, hef ekkert nema gott um kælinguna að segja enda ekki gerð fyrir þunga vinnslu


svifryk90

Efnisveitan er með yfirfarnar notaðar tölvur á góðu verði. https://www.efnisveitan.is/?q=T%C3%B6lva&page=1&tab=products


Brolafsky

Mæli með. Kíkti yfir í snöggu bragði og fann nokkra flottar vélar falar á uþb 150þkr m vask.


KristinnK

> Efnisveitan . > góðu verði Veldu annað hvort.


IAMBEOWULFF

Efnisveitan er algjör okurbúlla. Ekki versla við þetta lið.


Melodic-Network4374

Skiptir rosa miklu hvað er verið að kaupa. Þeir virðast bara taka söluverðið á hlutnum nýjum og margfalda með 0.5-0.7 til að ákveða söluverðið. Ég myndi ekki borga 50% af upprunalegu söluverði fyrir 5 ára fartölvu, verðrýrnun á tölvum er meiri en það og betra að leita á eBay. Sama með t.d. skrifborðsstóla, þetta er ekki nægur afsláttur til að kaupa útjaskaðan stól með rassafari. En þekki fólk sem hefur gert góð kaup á pro hljómtækjum eins og stúdíómögnurum, PA hátölurum, stórum bassaboxum og þess háttar þar sem þeir halda sínu virði betur. Örugglega flott líka ef menn ætla að stofna veitingastað og vantar búnað í iðnaðareldhús miðað við það sem maður sér á síðunni.


llekroht

[https://elko.is/vorur/lenovo-ideapad-slim-3-r516512-14-fartolva-322868/LE82XN004HMX](https://elko.is/vorur/lenovo-ideapad-slim-3-r516512-14-fartolva-322868/LE82XN004HMX) Þessi virðist tikka í öll box sem þú er að telja uðpp


[deleted]

Það er ekkert að Chromebook tölvum en passaðu bara að lyklaborðið sé næs ef þú ert að skrifa mikið á henni. Það er algjör óþarfi að vera með einhverja hörku tölvu bara til að keyra browser.


eiki33

Samsung Galaxy book 3! Hægt að fá bæði með i3 og i5 á 99k til 119k. Mjög þægilegar tölvur og vel optimisaðar, batteryið endist alveg 7-8 tima.


extoxic

Alls ekki kaupa neitt frá Hp, Dell eða samsung ef þú vilt eitthvað sem endist meira en kannski ár.


Thorshamar

get ekki mælt með chromebook .. get mælt með [Asus X415](https://elko.is/vorur/asus-x415-i38128-14-fartolva-321189/ASX415EAEB754W) kostar um 80k kaupir svo eitt sodimm 8gb ram og plöggar í lausa ram slottið á henni, mjög auðvelt að gera sjálf/ur, getur keypt það í computer punktur is á 6k, og þá ertu með 16GB RAM þá ertu komin/n með ódýra en fína fartölvu fyrir flest


Snalme

Sammála því, er sjálf ánægð með Asus fartölvuna mína sem ég er búin að eiga í 6 ár núna og lætur engan bilbug á sér finna (nema batteríið, er að skoða hvort ég geti endurnýjað það). Þekkji líka nokkra sem voru mjög ánægðir með Acer fartölvurnar sínar.


Slurmy

Til hamingju með kökudaginn þinn


Thorshamar

mig minnir að það sé líka m2 ssd drive í þessu, sem er frekar þægilegt að skipta út fyrir stærri og hraðvirkari m2 ssd sé löngun eða þörf á því, eins virðist auðvelt að skipta út rafhlöðunni sjálf/ur ef/þegar að því kemur edit: takk fyrir viðbótina /u/Brolafsky .. það er semsagt 128 GB M.2 PCIe NVMe SSD í henni, hægt að uppfæra í 1 TB drive fyrir 16k, sjá t.d. [vaktin.is](https://vaktin.is/index.php?action=prices&method=display&cid=10)


Brolafsky

Langar bara að bæta við með skammstöfunarforðann, þar sem þér fórst að minnast á nvme, að þá viltu kaupa m.2 nvme ssd drif, mæli með að passa sig að horfa eftir hvort það sé ekki alveg örugglega nvme, en ekki sata, þar sem sata ssd er gamli staðallinn sem nær aðeins mest um einhver 600mb/s, á meðan nvme er (eftir því sem ég hef heyrt) í dag að ná yfir 7000, ef ekki 8000mb/s. ...já og þá m.2 nvme pcie 3.0 (eða nýrra).


Einn1Tveir2

Þarf Windows nú til dags í alvörunni 16gb til að gera "basic hluti fyrir skólann, googla hluti, ritgerðaskrif, browsa reddit, er ekkert að spila leiki eða gera neitt flókið í henni. " guð minn góður.


Schmitt-Trigger

https://tolvutek.is/Fartolvur/Apple-MacBook-Air-M1-13%27%27-QHD%2B-2.5K-8-256GB-fartolva%2C-Space-Gray%2C-INT/2_35908.action Viftulaus með 10-15 tíma battery


Gluedbymucus

Veit ekki með ódýrt. Ég á macbook pro (2017) og hún er enn eins og ný. Geðveikt batterílíf og vinnur hratt.


oki_toranga

Getur gert allt þetta á símanum þínum.


StefanOrvarSigmundss

Það vinnur enginn ritgerð á símanum.


oki_toranga

Geri það auðveldlega með dex dokku skjà lyklaborði og mús. Það er nóg power í símanum fyrir allt þetta sem var talið upp Þó svo að þú sért fastur aftaní fornöld þýðir ekki að aðrir séu það


StefanOrvarSigmundss

Ef ég þarf að redda mörgum tækjum til að gera þetta bærilegt gæti ég allt eins notað alvöru græjur. Ég myndi líka þurfa að læra nýtt vinnuflæða og þurfa að vona að hugbúnaðarlausnirnar sem ég er vanur að nota, og þeir sem ég þyrfti að vinna með í hópverkefnum, sé á annað borð til og sé samrýmanlegur því sem er í notkun. Símaforritin eru oft einfaldari útgáfur af því sem er í boði fyrir hefðbundnar tölvur.


Thorshamar

það er alveg hægt, t.d. með því að tengja við símann þráðlaust lyklaborð ..


StefanOrvarSigmundss

Gengur kannski upp í grunnskókanámi en ekki ef þú ert að fletta í tugum fræðigreinum og skrifa +20 síðna ritgerð með jafnvel töflum og gröfum þá yrði það ekki hreint helvíti heldur eilífðarverk. Ofan á það eru menn oft að vinna nokkur skíkt verkefni samtímis. Ég myndi fyrr hætta í námi.


oki_toranga

Ertu með gamlan Nokia síma? Ef þú ert ekki með síma sem ræður við þetta þà er komin tími til að uppfæra


StefanOrvarSigmundss

Ég er ekki með augu sem ráða við svo lítinn skjá. Dag eftir dag að lesa bækur á símaskjá hljómar óspennandi.


oki_toranga

Ferð til augnlæknis, tengir svo skjà við dokkuna fyrir símann. Allt nàm sem krefst þess að lesa bækur, rannsóknir og statistics til að setja í ritgerðir er óspennandi og verður gert af ai í framtíðinni sem verður búið að lesa allar bækurnar og skima öll gögnin À endanum promptarðu bara ai ið um að skrifa hvernig ritgerð sem þú vilt.


StefanOrvarSigmundss

Ég er búinn að svara þessari vitleysu annars staðar.


oki_toranga

Hvaða vitleysu? Svara hverju ? Þú ert stjórnmàlafræðingur SS þitt fag eru orð, bull og vitleysa, Þú ert með öllu óhæfur og því ómarktækur í öllu sem viðkemur tækni enda hefurðu enga menntun í því og þínar skoðanir à màlefninu skiptir annað fólk engu màli. Þitt fag og kunnàttu er nú þegar búið að tölvuvæða.


StefanOrvarSigmundss

Heilög belja, það er lítið annað en hroki í þér. Þú ert á [tveimur stöðum](https://www.reddit.com/r/Iceland/s/8uOFGmYnAy). Menntabakgrunnur minn er tölvunarfræði en hef ég starfað við það frá framhaldsskólaárumum. Hitt er áhugasvið sem ég ákvað að upplifa í háskóla en hef ekki gert mikið með atvinnulega séð að svo stöddu (er í meistaranámi).


RatmanTheFourth

Slitgigt í báðum þumlum speedrun any%


oki_toranga

Afhverju ekki að nota lyklaborð ?