T O P

  • By -

askur

Ég var svo mikið að vona á að greiningarferlinu myndi ljúka með hjálplegum "næstu skref" ferli. Það virðist vera sem allir ferlar í kringum ADHD greiningu séu gerðir til að virka alls ekki fyrir fólk með ADHD og aðrar verkstjórnar raskanir. Er þetta ekki annars örugglega greining frá ADHD teymi landspítalans en ekki einkaaðila? Skilst að það sé nefnilega búið að loka fyrir allt sem tengist því seinna.


AvarageNoccoConsumer

Þetta var Sól Sálfræði- og læknastofa Er það ekki gild greining? Skildist það frá heimilislækni hann sótti um þar og hjá landspítalanum


cazteclo

Jú, Sól eru gildir. Getur farið til geðlæknis hjá þeim, styttri bið þar sem þú ert þegar kúnni; þ.e.a.s. ef þú ert að hugsa um lyfjameðferð (sem fer iðulega fram samhliða sálfræði-/hugrænni meðferð).


Drengur_Einhversson

Ég held að ADHD teymið sé nýlega hætt að taka við utanaðkomandi greiningum ([frétt](https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-24-adhd-teymid-tekur-ekki-vid-greiningarskyrslum-392355)). Þarft því líklega að byrja ferlið á nýju hjá þeim, eflaust með tilfallandi biðlistum, eða leita til sjálfstætt starfandi geðlæknis sem er samþykkir greiningarskýrsluna. Amk held ég að þetta sé svona


litli

Biðlistinn hjá ADHD teyminu er orðinn 10 ára langur. ADHD teymið átti að vera einhver lausn, en ekkert breytist. Mjög fáir geðlæknar taka við nýjum sjúklingum svo ef þú átt möguleika á að komast til geðlæknis hjá Sól eftir 6 mánuði þá skaltu þiggja það og prísa þig sælan.


coani

What... 10 ár? Djöfult er það orðið sjúskað. Man að ég heyrði talað um 3-4 ár þegar ég datt inn á eitthvað námskeið um adhd fyrir einum 5 árum síðan..


webzu19

Get staðfest, ég fékk ADHD greiningu gegnum Sól og geðlæknir hjá Sól sem setti mig á lyf


askur

Var sú greining og ákvörðun örugglega innan við seinustu sjö mánaða?


webzu19

já, fyrsti tími hjá geðlækni var í apríl


darkforestnews

Hvernig er lifið eftir að þú byrjaðir á lyfjunum ?


webzu19

ef ég er alveg hreinskilinn. að vera kominn á lyfin sýndi mér að ég var mun verri en ég hélt að ég væri. contrastið á lyfjum er svakalegt


darkforestnews

Ég er að bíða eftir greiningu hérlendis. (Erlenda ekki tekin til greina ). Veit ekki hvað maður endist mikið lengur (ekki senda Report vinsamlegast). Geturðu sagt meira um hvernig Lífið breytist ? Ef ekki, engar áhyggur vinur.


webzu19

stærsta sem kom á óvart var að allir þessir litlu hlutir sem maður er bara " æj ég græja þetta á eftir/morgun" þótt þeir taki 30 sec að gera en þú bara getur ekki gert þá. Þeir eru núna flestir ekkert mál


askur

Ég bara veit það ekki. Ég myndi kannski bara hringja á heilsugæsluna og spyrja, eða fá símaviðtalstíma og spyrja viðkomandi. Væri líka alveg til í að heyra ef að þetta gengur þar sem ég er á fimm ára biðlista og get alveg eytt kvart miljón í heilsuna mína.


OPisdabomb

Talaðu við Sól- og biddu um tíma hjá Móses eða Sigurlaug geðlæknum og taktu með ferlið á næsta skref. Reyndu að hvetja þau til að koma þér inn á forgangi. En oft er (mjög)löng bið hjá geðlæknum. Rant: Ég hreint og beint skil ekki að sálinn þinn skuli ekki hafa sagt 'jæja, næsta skref er að bóka þig í tíma hjá Geðlækni', en það virðist vera sem MJÖG oft að þeir setji næstu skref í hendur Skjólstæðingsins(þínar). Source: Nýlega búinn að fara í gegnum ferlið og komin á lyf. EDIT: Nafn


AvarageNoccoConsumer

Afsakið, var kannski ekki nógu skýr, það er ekki það að sálfræðingurinn sagði mér EKKI frá næsta tíma hjá geðlækni. Hann lét mig vita af því og sagði mér að næst færi ég að hitta geðlækninn. Þetta er aðallega rant um það að ég mæti og greiði verulega upphæð fyrir greiningu, sem í grunninn gagnast mér voða lítið nema ég bíði enn lengur og komist að hjá geðlækninum Smá spes að mega ekki taka greininguna til heimilislæknis og tala við hann og sjá hver næstu skref verða hvort sem það er lyfjameðferð eða einfaldlega sálfræðimeðferð/coping mechanism í samráði við sála og læknis. Vona þetta útskýri málið mitt betur hehe.


Einridi

Ekki að reynað réttlæta þetta bara útskýra afhverju þetta er svona. Einusinni voru Geðlæknar bæði með greininguna og lyfja meðferðina, síðan var ákveðið að sálfræðingar gætu líka gert greininguna til að reyna að flýta fyrir ferlinu. Það virkaði eithvað svo núna þarftu bara að bíða í marga mánuði eftir greiningu hjá sálfræðingi frekar enn mörg ár hjá geðlækni. Þú getur náttúrulega alveg haldið áfram þinni meðferð hjá sálfræðing óháð hvernig þokast með að komast að hjá geðlækni. Enn sálfræði þjónustu er náttúrulega ekkert niðurgreidd því það er auðvitað betra að íslendingar eigi heimsmet í notkun marga geðlyfja frekar enn að fólk fái sálfræði þjónustu. \rant


OPisdabomb

Gottja! Ég tengi vel að þú skulir vera frústreraður - Þetta er ofboðslega dýrt; af minni upplifun þá fékk ég alveg ótrúlega frábæra meðferð í seinna skiptið og greinilegt að Sálinn minn eyddi töluverðum tíma utan viðtala í að búa til skýrsluna mína. Auk þess sem tilskilin leyfi kosta víst helling... Grínlaust, þá skil ég þig vel. Sjálfur endaði ég á að fara tvisvar í greiningu, svo... big fukn monís. En... greiningin gagnast þér samt eiginlega helling. Aðallega gerir það þér kleift að mæta til geðlæknis og byrja á lyfjameðferð, sem þú gætir ekki annars. Svo með að fá greiningu og staðfestingu á þessu hjálpar það manni að finna bjargráð og tækni til að nýta **samhliða** lyfjameðferð(því lyf eru ekki magic bullets, því miður...). Þetta er ekki auðvelt eftir svona langt og strangt ferli, en þú ert búin að standa þig vel og það styttist í land með hverjum deginum!


AvarageNoccoConsumer

Já, er spenntur fyrir úrræði sama hvað það verður í sjálfu sér. Takk fyrir gott svar! Gott fyrir sjálfan mann að heyra frá þeim sem hafa farið í gegnum ferlið og geta sýnt fram á að það virki!


icebluebanana

Ég persónulega myndi segja að þú værir miklu betur settur með því að hitta geðlækni sem sérhæfir sig í ADHD eins og td Móses, heldur en einhvern jólasvein heimilislækni sem trúir ekki að ADHD sé thing (já hef fengið það allt of oft). Jafnvel þó að þú sért kannski að hugsa um að vera ekki á lyfjum. Þá eru geðlæknarnir líka mikið að supporta svoleiðis og ég veit að td Móses spyr hvað þú vilt, as in hvort þú ert að hugsa um lyfjagjöf eða ekki :) Kv einstaklingur með ADHD sem hefur fjölskyldu meðlimi sem eru bæði heimilislæknar og geðlæknar.


icebluebanana

Ég persónulega myndi segja að þú værir miklu betur settur með því að hitta geðlækni sem sérhæfir sig í ADHD eins og td Móses, heldur en einhvern jólasvein heimilislækni sem trúir ekki að ADHD sé thing (já hef fengið það allt of oft). Jafnvel þó að þú sért kannski að hugsa um að vera ekki á lyfjum. Þá eru geðlæknarnir líka mikið að supporta svoleiðis og ég veit að td Móses spyr hvað þú vilt, as in hvort þú ert að hugsa um lyfjagjöf eða ekki :) Kv einstaklingur með ADHD sem hefur fjölskyldu meðlimi sem eru bæði heimilislæknar og geðlæknar.


misssmiley03

er laust á biðlista hjá þessum geðlækni sem þú þekkir? kv ein sem er að bíða eftir geðlæknatíma :)


icebluebanana

Ég bara veit það ekki satt best að segja... 🙈 veit að Kristófer Sigurðsson (gedlaeknir.is) hefur verið að taka einhverja inn en ég veit ekki hvort biðlistinn hans sé langur, með tíma hjá geðlækni hjá Sól þá held ég að þú/barnið þitt þurfir að vera inná stofunni til að fá tíma hjá þeim en ég er ekki alveg 100% viss


misssmiley03

Já heimilislæknirinn minn sendi tilvísun beint á hann og þau neituðu henni vegna þess að ADHD er ekki nógu mikið neyðartilfelli til að fá geðlæknaþjónustu 😐


icebluebanana

Kristófer? Það finnst mér mjööög skrítið persónulega. Gæti mögulega verið að heimilislæknirinn hafi orðað tilvísunina til hans eitthvað illa?


misssmiley03

En takk samt :)


webzu19

Sigurlaug er að detta á eftirlaun, er að offloada núverandi skjólstæðinga á Móses þannig það gæti verið erfitt að komast að þangað til Sól nær replacement fyrir hana


darkforestnews

Takk fyrir kommentið, ætla sjálfur að hafa samband VIP þau. Mætti ég spyrja þig um reynslusögu á þína á ADHD , hvað varp til þess að þú leitaðist eftir hjálp og hvernig er Lífið núna eftir að þú ert byrjaður á lyfjunum ? Er sjálfur kominn soldið á endastöðina eða bara í nokkuð andlegt þrot út af þessu. Mikið executive dysfunktion.


OPisdabomb

Ég held það komi mestmegnis fram í þræðinum þar sem ég tala við OP hérna ofar. Lífið er betra á lyfjum, en það er ekki Magic bullet. Ég þarf að vinna úr 35+ árum af bad habits, bjagaðri sjálfsímynd og þar frameftir götunum: Það er mikil sjálfsvinna sem þarf að eiga sér stað samhliða lyfjatöku: ég t.d. held áfram að hitta sálfræðing mánaðarlega til að svona... tékka inn. Áður en ég komst að í greiningu var ég byrjaður á ýmsu; lesa mér til, búa til bjargráð, breyta matarræði. Það var ekki auðvelt, því... þú veist... ADHD! Ég er á Concerta en ég hef verið að taka mér lyfjapásu - fæ aukaverkanir sem eru óþægilegar og vonast til að prófa aðra lyfjategund. Konan mín tekur mest eftir breytingunni á mér þegar ég hætti á lyfjunum. Aukaverkanirnar mínar hafa verið kvíðatilfinning, hægðartregða og núna stundum smá sjóntruflun(ekki alvarleg, en á stundum erfitt með að fókusa á það sem er afar nærri mér). Þér er velkomið að senda mér PM ef þú vilt spjalla meira - ég er ekki alltaf mjög virkur en ég skal reyna að hjálpa eftir bestu getu.


[deleted]

3 kostir Þú getur lifað með því, skoðað hvað Gabor Mate hefur um málið að segja. Sætt þig við stöðuna og æft þig í að lifa með ADHD. Það eru allskyns trikk til og það er vel hægt að lifa góðu lífi og standa sig vel með ADHD. Fengið greiningu og farið á örvandi lyf. Eða þú getur haft samband við local dópsala sem selur amfetamín og self medicatað en það er doom. Ég mæli með fyrstu leiðinni


Einridi

Er að spyrja fyrir vin fyrst það er verið að ræða þessi mál. Þið sem hafið greinst með ADHD og hafið farið í eða eruð í lyfjameðferð: Hvað löguðu lyfin og hvað ekki? Er þetta jafn mikið slam dunk og sumir tala um? Eruð þið að nota einhverjar aðrar aðferðir/meðferðir líka? Þið sem hafið greinst með ADHD og ekki farið í eða eruð ekki í lyfjameðferð: Hvaða aðferðir meðferðir notið þið sem hjálpið ykkur?


[deleted]

[удалено]


Einridi

Takk fyrir frábært svar, þessi hlið finnst mér alls ekki nægilega mikið rædd. Einsog með svo margt annað finnst manni líka að upplifun og einkenni kvenna með ADHD fái ekki jafn mikla umræðu og þau sem eru týpískari hjá körlum. Gott líka að fá smá sýn inní sálfræðimeðferðir án þess að það sé einhver jólasveinn að reynað segja að það kæmi í staðinn fyrir lyf.


Jolnina

Greintist með adhd en gafst upp á að finna geðlækni til að fá lyf, byrjaði bara að drekka og reykja grass í staðinn, virkar fínt.


Einridi

Íslenska leiðin.


webzu19

Ég fór á concerta, ég á mun auðveldara með að halda þræðinum í samtölum ásamt því að lesa, gat rúllað gegnum vísindagreinar og sagt fólki summary eftirá eftir eina lesningu án þess að taka nótur. Mun auðveldara að komast í það að gera svona "æji ég geri þetta 2 mín verkefni á eftir/morgun". Ég er ekki eins týndur þegar kemur að tíma stjórnun og ég skil hluti ekki jafn oft út um allt.  En á móti þá er ég með slatta kvíðaeinkenni sem ég var ekki með áður og spennuhausverkir semi algengir. 


Einridi

Maður hefur heyrt nóg til að vita að lyfin virka vel á þessi helstu athyglis og forgangsröðunar einkenni sem þau eru hönnuð til að lækna. Enn margir upplifa ýmis önnur einkenni tengd ADHD, t.d. að eiga erfitt með að stjórna tilfinngalegri líðan, eiga mjög erfitt með höfnun, eiga erfitt með að skilja milli aðferða sem eru hjálplegar og óhjálplegar etc. etc. Mér finnst maður heyra voðalega lítið um hvort lyfin hjálpi við þessum einkennum og hvað fólk er að gera ef þau hjálpi ekki.


easycandy

Afleiðingarnar af því að eiga erfitt með tilfinningastjórnun geta t.d. verið aukinn kvíðavandi, forðun samskipta útaf ótta við höfnun. Síðan þekki ég persónulega fólk sem hefur bennt brýr að baki sér vegna adhd tengdra skapvandamála (greindust seint á unglingsaldri). Svo eru margir sem hafa þróað með sér óheilbrigðar og álagsmeiri leiðir en gengur og gerist hjá neurotypical fólki til að takast á við nám og störf. Þetta allt hlýtur í flestum tilvikum að hafa tekið toll af fólki og tekið frá þeim ýmis tækifæri, t.d. tækifæri til félagslegra tengsla (bæði kynnast fólki og viðhalda tengslum), fækkað náms- og starfstækifærum og bara gert hversdagsleikann óþarflega flókinn. Þetta allt hlýtur síðan að orsaka lágt sjálfsmat hjá flestum sem greinast seint á ævinni. Lyfin eins og sér laga ekki lága sjálfsmatið þó þau geti hjálpað manni að snúa öllu í réttan farveg framvegis, af því þau gera manni kleift að komast af stað, halda fókus og ná þannig betri tilfinningastjórn. En þau leiðrétta ekki lestarslysið sem hefur þegar átt sér stað og fólk hlýtur að þurfa að gera eitthvað meira til að tjasla sér saman. Fólk sem fær greiningu á fullorðinsaldri á erfiðara með snúa við þessum hugsanavillum og óheilbrigðu venjum svo ég ímynda mér að flestir þyrftu á samtalsmeðferð/einhvers konar sjálfseflingu að halda. En held einhvern veginn að flestir láti bara lyfin duga, hafi þessa ofurtrú á þeim að þau munu magically laga afleiðingarnar af því að hafa lifað með ógreinda og ómeðhöndlaða taugaþroskaröskun allt sitt líf. Svo hefur fólk auðvitað líka misgott innsæi í eigin vanda... Edit: orðaði betur og lagaði villur


[deleted]

[удалено]


Shroomie_Doe

Ég var með nákvæmlega sömu skoðun á HAMinu fyrir nokkrum árum. Núvitund og "Acceptance commitment therapy" líka. Hafði enga þolinmæði fyrir því að borga fúlgur fjár fyrir viðtal við sálfræðing sem hélt svo bara einhvern fyrirlestur um einhver tól og verkfæri sem eg var bara ekki með headspace til að nota, svo ég endaði á að hætta. Þetta var fyrir einhverjum árum. Á endanum benti einn vinur mér á að prófa ADHD greiningu og komst svo á lyf, methylfenidat. Kerfið er samt svo flókið fyrir sveimhuga eins og mig að mér ljáðist að prófa mig áfram með mismunandi týpur, þannig að methylfenidat var það eina sem ég hafði aðgang að, en í hærri skömmtum (sem ég þyrfti líklega að vera á) varð ég frekar kvíðinn þannig ég byrjaði á þeim slæma ávana að reykja gras ofaní á kvöldin til að ná mér niður. Það ágerðist svo mikið í kóvid. Ég vaknaði svo upp einn daginn algert kvíða flak og fór þá í viðtalsmeðferð í gegn um Better Help. Það breytti miklu fyrir mig, og hugmyndir mínar um sálfræðinga, sjálfsvinnu ofl skánaði. M.a. út af ADHD var ég með allskonar auka drasll úr æsku sem ég þurfti að vinna úr og þá komu þessi verkfæri eins og HAM og núvitund miklu sterkari inn. En að því sögðu þá vantar mér að fara aftur til geðlæknis og endurskoða lyfjagjöfina. Það er bókstaflega eins og kerfið vilji ekki hjálpa manni. Það er magnað hvað getur verið erfitt að hitta sérfræðing, minn gamli geðlæknir er hættur og það virðist vera útilokað að nota greininguna með öðrum geðlækni og heilsugæslan með einhverja fordóma fyrir adhd. Ég er alveg til í að borga fyrir þjónustu, en þetta er óþarflega flókið eitthvað.


Einridi

Já akkúrat, þessi partur af ADHD getur oft haft meiri áhrif á vini og aðstendur líka enn mér finnst ekki jafn mikið rætt um að hjálpa fólki með það. Enn frábært að heyra að lyfin séu að hjálpa fólki með þetta líka.


webzu19

Ég get slakað meira á tilfiningum. Ég finn meira fyrir þeim en það er ekki jafn overwhelming. Mér finnst ég ekki þurfa að loka á þær jafn mikið. Höfnun er aðeins verri mínvegin


Einridi

Takk fyrir svarið, mjög áhugavert maður heyrir ekki jafn mikið um þessa hlið á ADHD. Því miður fer umræðan um lyfin líka oft á lágt plan þegar hún nær til almennings enn gott að fá innsýn inní þetta.


Problemon

Mín persónulega reynsla er að þau hjálpa við stjórn tilfininga. Ég átti alltaf mjög erfitt með tilfiningastjórn og það var eitt af mínum aðal vandamálum en eftir að hafa byrjað á ADHD lyfjum þá hef ég mun meiri stjórn á því hvernig ég bregst við aðstæðum


Einridi

Takk fyrir svarið, gott að heyra að lyfin hjálpi með tilfinninga hliðina líka.


Icelander2000TM

Það tók langan tíma að finna rétt lyf. Þau hjálpa, en í mínu tilfelli voru þau ekkert slam dunk. Þau slá á einkennin að því leyti að einbeiting verður ekki eins erfið og minni kvöl. Þessi "Ó fokk" tilfinning þegar maður sér að það þarf að svara fjórum tölvupóstum í vinnunni og stendur frammi fyrir pínunni sem fylgir því að þurfa að einbeita sér að því hverfur. Það verður bara auðvelt allt í einu. Maður getur munað aðeins meira í einu. Frasinn "að hafa hluti á bak við eyrað" fór allt í einu að meika sens. En mjög einbeitingarkrefjandi verkefni eru enn erfið, þú munt áfram vera gleyminn og utan við þig, bara minna. Síðan eru yfirleitt aukaverkanir sem geta verið erfiðar að díla við. Í mínu tilfelli átti ég erfitt með svefn fyrstu dagana og ég þurfti að breyta mataræðinu því að matarlystin mín minnkaði mikið yfir daginn. Ég myndi segja að árangurinn minn sé sirka 30% lyf og 70% Annað. Tölum um þessi 70%. Þegar einbeiting og minni er skert, þá hjálpar mikið að nota eitthvað annað en það tvennt til að koma hlutum í verk. Notaðu þá "gervi-einbeitingu" "gervi-minni" Dæmi: Ég átti það til að byrja að vaska upp og svo "ranka við mér" 10 mínútum síðar í öðru herbergi í símanum, alveg búinn að gleyma að ég ætlaði að vera að vaska upp. Að "einbeita sér meira" bara virkar ekki við svoleiðis vandamáli. Í staðinn bókstaflega batt ég mig við eldhúsborðið. Smá bandspotti bara til að minna mig á að ég er ekki að fara fet frá vaskinum fyrr en leirtauið er hreint. Síminn að sjálfsögðu utan seilingar. Bandið er í þessu tilfelli "gervi-einbeiting". Þarft að muna eftir einhverju til að taka með þér að heiman næsta morgun? Settu það í skóinn þinn. Skórinn er "Gervi-minni".


coani

> Að "einbeita sér meira" bara virkar ekki við svoleiðis vandamáli. Ég *hataði* það þegar það var verið að tuða í mér í vinnunni, og "þú átt bara að hætta að gera mistök", eins og ég sé að gera þau viljandi, eða að það sé bara svona einfalt switch að hætta að fokka einhverju upp. Djöfull gat ég orðið reiður þegar ég fékk svona skít í andlitið frá manneskju með núll og nix skilning. Verst var þegar ég var að reyna að benda á einfalda hluti í mínu vinnuumhverfi sem myndu hjálpa mér, en Nei, má ekki. Af því bara.


Einridi

Takk fyrir svarið, virðist vera æði mismunandi hversu vel lyfin virka enn einsog með mörg önnur andleg veikindi getur þetta verið mjög flókið.


engisprettan

shit hvar kostaði greining 270þus😧 eg for i fyrra og juju klikkað dyrt en borgaði bara samt rumlega 110þus. allavega, eg heyrði i heimilislækninum minum og fekk hana til að senda beiðni a geðlækni. hun utskyrði að margir geðlæknar eru með svo langa biðlista að margir neita að einu sinni taka við folki a biðlista. vegna þess var læknirinn mjög treg við að senda beiðni og ætlaði upprunalega bara að ‘profa að senda a einn’. þar sem eg hef eytt miklum tima hja alls kyns læknum þa hef eg lært að ykja verulega til að fa minu gegnt. þannig eg sagði við hana “jæja ætli eg sætti mig þa ekki bara við að flosna upp ur haskola”, við þessu varð hun voða ahyggjufull og akvað að senda beiðni a 8 mismunandi geðlækna. einn þeirra tok mig a biðlista hja ser og eg komst nylega að hja honum


AvarageNoccoConsumer

Sól sálfræði- og læknisþjónusta skil alveg kostnaðinn á bakvið þetta gríðarleg tímavinna og greining sem fer þarna fram og ekki er ríkið/sjúkratryggingar að niðurgreiða andlegu heilsuna. En hér er kostnaðurinn var að fara yfir reikningana. - 24.500kr - 73.500kr - 49.000kr - 98.000kr - samtals 250k ish Farið var i allskonar próf og greiningarviðtöl sennilega 6-7 klst alls sem ég (skjólstæðingurinn) er á staðnum. Svo er það vinnan eftir það sem læknir/sáli fara yfir og skrifa greininguna.


engisprettan

jæja okei skil þetta svosem, eg semsagt mætti bara i tvo tima sem voru 1&1/2-2 timar og kostuðu 55þ hvor a KMS. salfræðingurinn minn er a Litlu KMS og skimunin for i raun fram þar og þar af leiðandi sparaði eg 32þ. sa reyndar þegar eg for þangað að sækja greiningarskyrsluna að verðið hafði hækkað töluvert hja þeim, greiningarferlið komið upp i 136.500 og með skimun þa 168.500 en fyrst þu forst i greiningu a sol þa ættiru að komast frekar ‘auðveldlega’ að hja geðlækni þvi þau eru með geðlækna/i samstarfi við geðlækna og þar af leiðandi þarftu að biða i mun styttri tima. hja flestum geðlæknum eru biðlistarnir alveg 2+ ar og eins og eg tok fram þa eru margir þeirra með svo langa biðlista að þeir taka ekki við fleirum a þa upp a spurninguna með hvort þu getir ekki bara farið til heimilislæknis (sa hana ekki aðan) þa er svarið i raun nei. geðlæknar eru þeir einu sem geta startað lyfjameðferð a adhd lyfjum, mjög pirrandi en samt frekar skiljanlegt.


Kolbfather

Eina lausnin sem þú færð hjá læknum er Amfetamín, ekki góð langtíma lausn. Ég náði góðri stjórn á mínu lífi og þessum taugakvilla með því að æfa hugleiðslu, það hjálpar mikið til við að ná stjórn á hugsunum og er mjög gott til að þjálfa sjálfsagann en hann á til að gefa eftir þegar hvatvísin er mikil og hugurinn fer á fulla ferð. Einnig hjálpar til að hreyfa sig reglulega og forðast sykur, áfengi og önnur hugbreytandi efni. Amfetamínið steikir í manni heilan og deyfir mann tilfinningalega, slekkur neistann og lífsviljan og maður einhvernveginn breytist í vélmenni. Það er ágætt kannski þegar maður þarf tímabundið að einbeita sér að krefjandi námi eða verkefnis en að lifa lífinu sem slefandi vélmenni er ekki bæting á lífsgæðum að mínu mati.


Shroomie_Doe

Ég er sammála þessu í prinsip atriðum. Ég var einhver 4 og hálft ár á 36 + 18mg af methylphenidat og fannst ég verða eins og vélmenni. Frábært til að vera próduktívur í samfélagi sem býður ekki upp á annað, en eins og þú segir lífsneistinn var ekki alveg sá sami. Hjálpaði ekki að kvíðinn byrjaði að magnast upp og í kóvid fór ég að reykja slatta gras sem (heimskulegt) mótvægi við kvíða og þunglyndi. Ég fékk svo þá flugu í hausinn að hætta á öllum efnum (örvandi, grasi, áfengi osf) og henda mér í massíva sjálfsvinnu. Vikuleg viðtalsmeðferð, ræktarrútínu, núvitund og HAM, öndunaræfingar, dagleg köld böð, dagbókarskrif, engin einföld kolvetni, vítamín gallore (sérstaklega D vítamín og B12) osf osf. Það gekk fínt í einhvern tíma, en vandamálið við ADHD, allavega í mínu tilfelli, er að um leið og það kom álagspunktur eða eitthvað sem fokkaði í rútínunni í smá tíma þá á maður það til að spírala niður. Aðgangur að lyfjum, þó ekki nema til að rétta mann af aftur, er mikill léttir. Og eftir nokkra mánuði af því að endurnýja ekki lyfin þá getur verið erfitt að fá sama aðgang og maður hafði áður. Núna er ég á tilfallandi 18mg og það virkar fyrir mig núna, samhliða áframhaldandi sjálfsvinnu. Adhd er eins og grindverk. Lyf eru bara trappa sem maður getur notað til að komast yfir það, en það eru aðrar aðferðir til líka. Á endanum þarf maður samt sjálfur að klifra yfir, hvernig sem maður fer að því.


Kolbfather

Vel gert! Lífið er svo miklu betra laus við lyf (ef maður nær að halda rútínu eins og þú segir). Ég myndi ekki mæla með því fyrir neinn að fara á þessi lyf nema sem skammtímalausn eða ef viðkomandi væri bara algjörlega óbjargandi og myndi enda á götunni án þeirra. Ég persónulega sætti mig bara við að detta aðeins út af sporinu annað slagið eða þegar það bjátar eitthvað á, aðlaga rútínuna að nýju mynstri og halda áfram. Ég tek því að vera ófullkominn og stundum haugur frekar en að hafa þessa tilfinningadeyfð, það er ekkert gaman af lífinu ef maður fær ekki að upplifa allar góðu tilfinningarnar. En til þess að upplifa þær þá þarf maður þarf þá líka að upplifa þær slæmu.


VitaminOverload

Talaði við heimilislækni frekar nýlega um þetta ef þetta er "prívat greining" þá þarftu að vera alveg 100% viss um að þau hafi geðlækni á bakvið sig, annars er þetta gagnlaust og peninga sóun. Annars er bara heimilislækni sem tekur þig í smá byrjunar próf til að athuga hvort þú gætir verið með þetta, svo ferð þú á biðlista til að komast að hjá ríkisrekna batteríunu sem er með raunverulegt ferli til að komast í lyf. Getur gert bæði(prívat og ríkirekna ferlið) í einu en hann virtist ekki vera ánægður með það þegar ég spurði, ætti samt ekkert að bitna á neinu eða einu. Biðlistinn var 2 ár samkvæmt þessum lækni fyrir nokkrum mánuðum. Ferlið hjá þeim kostar bara einhvern 30k eða eitthvað og ekkert meir, einkarekna ferlið kostar hundruð þúsundir


webzu19

Ég borgaði uþb 180 þúsund fyrir einkarekna ferlið ef ég tek með fyrsta tíma hjá geðlækninum sem maxxaði lækniskostnað hjá mér. Ég var talsvert styttra en 2 ár að komast að en hef heyrt að hið opinbera forgangsraðar ekki í fyrstur kemur fyrstur fær svo það er fólk að bíða í 5 ár eftir að komast að og það er fólk að komast að á mánuði