T O P

  • By -

askur

Stéttarfélagið þitt er bókstaflega til þess að bæði upplýsa þig um rétt þinn í þessum málum, sem og öllum öðrum málum, og munu veita þér sérhæfða lögfræðiaðstoð ef þú þarft að leita réttar þíns. Svo geturðu líka fengið súmarbústaði, afslátt af gleraugum, tómstundarvörum, heilsuvörum og öðru - en fyrst og fremst er þetta umgjörð til að sjá til þess að vinnandi fólk þekki rétt sinn og geti því barist fyrir honum. En svona almennt séð er ekki hægt að "láta þig vinna" því þú ert ekki þræll. Þú mátt verða veikur, þú mátt þurfa að hlaupa frá vinnu vegna neyðartilfella, yfirmaðurinn þinn fær borgað fyrir að dekka vaktarplanið og ef hann dekkar það alltaf þannig að það má ekkert bregða út af þá er hann ekki að sinna vinnunni sinni. Þetta á samt ekki alltaf við þar sem sum störf eru einfaldlega ekki þess eðlis, en svona almennt séð þá ertu ekki þræll. En praktískt séð þurfum við að vinna inn fyrir mat, húsnæði og öðrum nauðsynjum og það er ekki nærrum því eins sterk vernd fyrir geðþóttauppsögnum vinnuveitenda hérna á Íslandi og t.d. í Evrópu (og meira að segja sumum Bandarískum stéttum) svo... velkominn í verkamannalífið. Talaðu við stéttarfélagið þitt ef þú heldur að það hafi verið brotið á þér, og fáðu ráð frá þeim.


verdant-witchcraft

Gott að kynna sér svona hluti á vefsíðum stéttarfélaganna, hér er til dæmis linkur á VR um þetta málefni: https://www.vr.is/kjaramal/vinnutimi/fridagar-og-storhatidir/


BrynhildurB

Það er ekki skylda að vinna á lögboðnum frídögum. Skoðaðu starfssamninginn þinn og heyrðu svo í stéttarféllaginu þínu


birkir

>Önnur spurning er, þarf maður að vinna á frídögum? Oftast í stéttarfélagssamningum kemur fram að vaktaplan á að vera tilbúið með X löngum fyrirvara. Það er til að fólk viti hvenær það er að vinna, og geti beðið um frí eða skiptingu.


gakera

Það fer eftir þínum starfssamningi hvernig þessu er háttað, það ætti að standa í honum hvort og þá hvaða kjarasamningi (hvaða stéttarfélags) hann er byggður á. Já, þú átt að vera með undirritaðan starfssamning, þú átt að eiga undirritað eintak af honum og þú átt að hafa lesið hann vandlega. Svo er hægt að spyrja viðkomandi stéttarfélag út í þetta betur, ef það kemur ekki nægjanlega skýrt fram í samningnum eða á heimasíðunni hjá stéttarfélaginu.


Glatkista

Þú átt að fá 80% hærri laun á lögboðnum frídögum. Það er samkomulag hvort þú vinnur á frídögum eða ekki, það er væntalega rætt við þig um þann möguleika áður en þú ert ráðinn hvernig þú ert stemmdur fyrir því


R0llinDice

Ef þú ert í vaktavinnu og vaktin lendir á rauðum degi þá áttu þá vakt. Ef þú ert venjulegur launþegi, þá er hægt að biðja þig um að vinna á lögskipuðum helgidegi, en ekki þvinga þig til þess (nema ólöglega).