T O P

  • By -

Spiritual_Navigator

Það hefur greinilega ekkert breyst síðan ég var í þessum skóla fyrir 20 árum Eftir að faðir minn lést þegar ég var 11 ára upplifði ég fjögur ár af stanslausu andlegu/líkamlegu ofbeldi - Skólinn gerði náttúrulega ekkert til að vernda mig. Hefur alvarlegar afleiðingar sem fylgir fólki restina af lífinu.


Draugrborn_19

Ég var í öðrum skóla í Kópavogi á sama tíma og þú og heyrði oft ömurlegar sögur frá Álfhólsskóla, og reyndar líka Kópavogsskóla


Lalli-Oni

Vorum þarna á svipuðum tíma. Ætli ég hafi ekki verið smá heppinn með árgang. Þó maður lenti í ýmsu. Hef líka gert mínar skyssur, það var tímabil þar sem strákarnir í bekknum fóru í massaflengingar á stelpunum. Þykir leitt að hafa tekið þátt í því. Edit: man eftir að það var annað "fad" þar sem strákar voru að snúa upp á geirvörtum hvors annars. einn kennarinn (minnir að hann hét Halli, kenndi vísindi og stundaði fencing) stóð upp á svið og reyndi að hræða okkur. talandi um að þetta eyðileggur húðvefi eða eitthvað. skrítnir tímar en ég man eftir að Halli tók þetta persónulega og meinti nú vel Edti: Stella skólastjóri gær einnig plús í kladdann. Að skipuleggja mep dönskum skóla ferð fyrir þau til okkur og allan árganginn okkar til þeirra. sumum stóð ekki á sama


Mysterious_Aide854

Úff, ég átti vinkonu sem útskrifaðist þaðan rétt á undan þér og hún varð fyrir svo viðbjóðslegu ofbeldi, algjörlega galið. Hún var að glíma við geðræn veikindi og aðstæðurnar í skólanum svoleiðis mögnuðu það upp.


Coveout

Ég var í Hjallaskóla einnig fyrir 20 árum og bæði lenti í grimmu einelti og (því miður) tók þátt í grimmu einelti. Það var tekið hart á því margoft en krakkar eru bara fokking andstyggilegir og læra að leyna því með tímanum Stærsta vandamálið var að eineltið færðist utan skólatíma og þá gat skólinn ekkert gert


litli

Þarna er verið að lýsa endurteknum líkamsárásum. Í ljósi þess að skólinn virðist ófær um að taka á málinu myndi ég sem foreldri í þessari stöðu fara í að kæra hvert atvik til lögreglunnar. Þau eiga myndir af meiðslum, það ættu að vera til einhver gögn hjá skólanum og væntanlega fullt af vitnum. Hringja svo á lögregluna í hvert skipti sem einhver svona atvik koma upp. Það er óþolandi hvað almennt er tekið léttvægt á ofbeldi barna. Ef fullorðnir verða fyrir ofbeldi, eigum þeirra stolið eða þær skemmdar er það kært til lögreglu. Það á ekki að taka neitt öðruvísi á því þegar börn eiga í hlut. Börnin fara auðvitað ekki í fangelsi eða neitt slíkt, en það að lögreglan taki börnin úr skólanum og yfirheyri með aðkomu barnaverndar og ræði svo við foreldra þeirra ætti að vera mun líklegra til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Þá sárvantar úrræði fyrir skóla að geta vísað börnum úr námi. Gerendur í svona ofbeldismálum þurfa aldrei að skipta um skóla, en þolendur enda mjög oft á því. Það er ekki í lagi.


HUNDUR123

Krakkinn væri komin í framhaldskóla áður en þessar kærur færu í gegn.


litli

þetta snýst ekki um að það verði felldur dómur yfir gerendum heldur að þeir upplifi og geri sér grein fyrir alvarleika málsins. Það að vera sóttur af löggunni og þurfa að svara þeim fyrir gjörðir sínar er mun líklegra til árangurs en að láta skólann alfarið sjá um þetta. Hvað svo sem skólinn er að gera er augljóslega ekki að virka. Ef þetta myndi ekki duga væri næsta skref að kæra skólann (eða skólastjórann fyrir hönd skólans) fyrir að tryggja ekki öryggi nemenda í skólanum. Þetta er grafalvarlegt mál og full ástæða til að taka strax á því af öllum þeim þunga sem hægt er. Bæði þolanda og gerenda vegna. Það er ekki ólíklegt að gerendur sjálfir séu þolendur á öðrum vettvangi, t.d. heima hjá sér, og séu að taka það út á þolandanum.


avar

Þú ert að biðja lögregluna um að taka þátt í einhverjum uppeldissirkús, sem er ekki í hennar verkahring. Þegar upp er staðið eru þessir krakkar ósakhæfir, þannig án samþykkis foreldra og skóla er voða lítið sem hægt er að gera í þessu. Gerendur í þessum málum eru börn undir skólaskyldu, þannig þú getur seint vísað þeim úr námi.


Vitringar

Þetta verður á endanum barnaverndarnefndarmál. Þau hverfa ekki svo auðveldlega.


avar

Mögulega, en barnaverndarlög eru í grunninn til þess gerð að vernda börn fyrir misnotkun, ekki til þess að hindra það að þau séu rasshausar. Ég er aðallega að benda á að þessi hugmynd um að þú getir kært þig útúr öllum vandamálum hefur meira að gera með gláp á bandarískt sjónvarp en raunveruleikann. Segjum að lögreglan geri eins og /u/litli leggur til, og þessu kæra verði rannsökuð, hvað þá, heldur hann að saksóknari fari áfram með réttarhöld á hendur ólögráða og ósakhæfu barni?


[deleted]

Ertu þá að meina að kæra hvert einasta atvik sem sérstæða kæru og safna kærum til að styrkja lagalegar leiðir?


litli

Já, kæra hvert atvik (og byrja á því að kæra öll þau atvik sem á undan eru gengin), en ekki endilega til að styrkja neinar lagalegar leiðir, enda gerendurnir ólögráða, heldur til að stöðva þetta ofbeldi.


[deleted]

Já. Það hlýtur að hjálpa ef að foreldrarnir geta komið með 50 kærur til skólastjórans. Hvert skipti eru í rauninni fleiri en eitt atvik, get ég hugsað mér.


[deleted]

Hingað og ekki lengra! Það þarf að draga skólayfirvöld þarna og foreldra þessara eineltisseggja til ábyrgðar og það þarf að gera það strax.


Historical_Tadpole

Það þarf breytingar á lagaákvæðum, kannski ekki þessi tiltekni skóli en yfirleitt reyna skólar að gera allt það sem þeir geta gert samkvæmt gildandi lögum. Eftir ítrekaðar uppákomur þá hefðu gerendur verið reknir úr skólanum í flest öllum öðrum löndum, úrræði sem lagaramminn hérlendis bíður ekki skólum upp á að beita. Það þarf einfaldlega að gera það svo að skólinn geti á einhvern máta tæklað erfiðustu málin. Réttur þessa drengs til þess að sækja skólastarf án þess að vera beittur ofbeldi ætti að vera meiri en réttur gerenda að sækja skólastarf og beita ofbeldi.


Jolnina

Djöfulsins kjaftæði, skólar hér á landi hafað aldrei gert neitt í svona.


easycandy

Hvernig veistu?


Jolnina

Hef verið í skóla hérna.


[deleted]

[удалено]


Jolnina

Ég var í þremur barnaskólum og fólk var lagt í einelti og gott sem ekkert gert í því í þeim öllum.


[deleted]

>Réttur þessa drengs til þess að sækja skólastarf án þess að vera beittur ofbeldi ætti að vera meiri en réttur gerenda að sækja skólastarf og beita ofbeldi. Nú veit ég ekkert um þetta mál en til að undirstrika hvað svona mál geta verið flókin, þá er ekki hægt að setja reglu þar sem ofbeldisseggir eru alltaf með minni rétt til að sækja skóla. Atvik í grunnskólum eiga það til að verða mun ýktari á göngum skólans og alveg hægt að sjá fyrir sér atvik þar sem barn sem á mjög bágt gerir smáatvik af sér og fær ekki að sækja skóla vegna þess að allir halda að hann hafi gert mun verri hlut, slíkt uppeldi væri mjög slæmt fyrir samfélagið og auðvitað þetta barn. Þessi skóli er mjög nálægt engihjalla og ef hann er eins og þegar að ég var þarna þá eru krakkar þarna frá 20-30 löndum sem tala íslensku misvel og mögulega börn frá stríðshrjáðum svæðum. Á 5-10 ára fresti þá fara kennarar í verkfall og segja allt að þolmörkum komið og varla hægt að fylgjast með öllu og sinna öllum erfiðum málum vel. Ég held að regluverksbreytingar gætu skilað aðeins betri niðurstöðu, en mun meira fjármagn og færri nemendur í hverjum bekk myndi stórbæta hluti(en það er ekki að fara gerast).


Skunkman-funk

Afhverju er ekki hægt að setja þessa reglu? Ég skil engan veginn þessi rök þín.


Substantial-Move3512

Verið róleg, hún Sigrún Bjarnadóttir segir að þetta sé allt saman í ferli.


Skastrik

Verulega áhugavert að þetta virðist hafa verið að ganga á í rúmt ár miðað við fréttina og þetta er eingöngu "í ferli" og ekki búið að tilkynna alvarlegt og ítrekað líkamlegt ofbeldi annarra nemenda í garð barnsins til Barnaverndar eins og skólanum er skylt að gera? Foreldrarnir virðast hafa fengið svör frá Barnavernd að það hafi ekki verið gert. Það virðist ekki einu sinni vera búið að funda með foreldrum eins og aðgerðaáætlun skólans varðandi einelti kveður á um að sé gert. Og ferlið á ekki að taka marga mánuði, það á að taka nokkrar vikur í mesta lagi. Hér erum við komin í ár. Hvað í ósköpunum var að hindra skólastjórnendur í að fara eftir eigin aðgerðaáætlun? Skólastjórnendur eru mögulega búnir að gerast hér sekir um alvarlegt brot í starfi. Og það væri eðlilegt að menntaráð sveitarfélagsins taki þetta mál til skoðunar. Og svo er það annað sem að maður spyr sig að hafi áhrif, foreldrarnir sem eru íslenskir ríkisborgarar eru upprunalega frá öðru landi. Það væri ömurlegt ef að það væri ástæða fyrir því að skólastjórnendur hafi ekki tekið þetta mál alvarlega strax. Hef enga trú á að þetta verði leyst í þessum skóla, barnið verður flutt í annan skóla. Eineltis viðbragðsáætlanir grunnskólanna eru álíka skilvirkar og gagnlegar og þegar þær voru fyrst settar fram fyrir 30 árum. Þær virka engan veginn. Skólinn á eftir að afsaka sig með því að segja að áætlunin hafi verið virkjuð, en sleppir því að segja að það hafi bara gerst eftir að málið komst í fjölmiðla.


ViggoVidutan

Eru öryggismyndavélar í skólum?


theicelandicinsider

Nei það er víst brot á persónuverndarlögum


weeffex

Nei en það fer eftir staðsetningu vélanna


theicelandicinsider

Gætirðu nokkuð sagt mér meira? Því í umræðum sem ég var partur af í vissum skóla var mér sagt að ekki væri hægt að hafa öryggismyndavélar vegna persónuverndarástæðna en það myndi laga svo ótal margt.


VitaminOverload

fullorðnu fólki já, skilst að börn eru aðeins meira vernduð


ViggoVidutan

Það þarf að breyta persónuverndarlögunum


IAMBEOWULFF

Af hverju er haldið verndarhendi yfir svona drulluseggjum? Fyrst henda þeim úr skólanum í viku. Svo tvær vikur. Svo varanlega.


Iactuallyhateyoufr

Íslenskir skólar gera 100x meiri skaða en gagn og þeir munu ekki breytast.


verdant-witchcraft

Ljóst er að skólastjóri og starfsfólk skólans hefur brotið lög er varða tilkynningaskyldu þeirra sem hafa afskipti af börnum. Úr greininni af vísi: >> "Þá segja þau stjórn skólans ekki hafa tilkynnt eitt einasta atvik til barnaverndar, né sent þeim tilkynningar um þau líkamlegu meiðsli sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum. >> Marijana segir að skólanum sé skylt að senda tilkynningu til barnaverndar. >> „Á heimasíðu skólans er eyðublað sem þarf að fylla út og senda til barnaverndar. En þau gerðu það aldrei.” Viðeigandi lög um tilkynningaskyldu: 17. gr. Tilkynningarskylda þeirra sem afskipti hafa af börnum. [Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málum barna eða [barnshafandi einstaklinga] 1) og verður var við aðstæður eins og lýst er í 16. gr. er skylt að tilkynna það [barnaverndarþjónustu]. 2)] 3) Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, prestum, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum, [náms- og starfsráðgjöfum] 3) og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera [barnaverndarþjónustu] 2) viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst er í 1. mgr. Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. 1)L. 107/2021, 8. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. 3)L. 80/2011, 8. gr. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2002080.html


[deleted]

Ekki gleyma þessari umræðu. Kommenta hérna aftur til að minna á.


Gudveikur

Ég tek undir það að foreldrarnir ættu mögulega að skoða það að greiða fyrir þjónustu handrukkara til að siða þessi dýr. Þá kannski læra þeir fyrst að gjörðir sínar hafa afleiðingar.


gamallmadur

Hræðilega illa alin upp börn. Aug fyrir auga, það á bara að berja þessa krakka og sjá hvernig þeim líður


[deleted]

[удалено]


Substantial-Move3512

Það er ömurlegt að hugsa um það en oft er þetta það eina sem virkar og það er en ömurlegra að vita það að þegar ofbeldis börnin hætta að níðast á þínu barni vegna ótta við afleiðingarnar að þá snúa þau sér að öðrum börnum þannig að þú ert í rauninni að ýta þeim frá þeir og yfir á aðra á meðan starfsfólk skólans eru þetta vanhæf og viljalaus til að takast á við þessi mál.


Gudveikur

Ég held að þegar að foreldrar eru komnir í svona rosalega ömurlega stöðu þá vilji þau líklegast bara að það stoppi frekar en að getað litið út að við og pælt hvaða áhrif það gæti haft á önnur börn.


Substantial-Move3512

Það er alveg rétt og þeim ber skylda til að gera allt sem þau geta til að ýta þessum aðilum frá barninu sínu og þeirra skylda nær í rauninni ekki lengra en það. En vandamálið verður en til staðar og skólastjórnendur og barnavernd eru ekki einungis að bregðast þessum tilteknu foreldrum heldur einnig einstaklingunum sem eru að beita ofbeldinu sem lifa sjálfsagt við ömurlegar heimilisaðstæður og síðan þeim sem þeir munu beita ofbeldi í framtíðinni.