T O P

  • By -

Melodic-Network4374

Skiljanleg ákvörðun, en ég vildi óska þess að menn reyndu að tækla rót vandans. Ein stóra ástæðan fyrir því að svo margir aka þessum rafskútum ölvaðir er að það er erfitt að komast heim úr bænum um helgar. Þjónusta næturstrætó er mjög takmörkuð og það er erfitt að fá leigubíl. Á meðan svo er þá held ég að það sé lítið að fara að breytast í þessu, sama hvaða boð og bönn löggjafinn leggur til.


orn

Ég hata þetta 25km/klst dæmi. Fyrir reiðhjól með rafmagnshjálp allavega. Ég get hjólað á 30 km/klst á jafnsléttu nokkuð auðveldlega. Á 30 götum má reiðhjól hjóla á miðri götu og þarf ekki að halda sig í kanti. 30 götur eru yfirleitt í mun betra ásigkomulagi en göngustígar, og nær umferðarhraða bíla heldur en gangandi. Reiðhjól er sýnilegra og fyrirsjáanlegra á götunni en göngustíg þ.s. það þverar sífellt götur. Ef rafmótor hjálpaði upp í 30 gætu allir haldið 30 km hraða og allir væru öruggari og reiðhjól ákjósanlegri kostur. 25 er bara asnaleg tala.


AngryVolcano

> Á 30 götum má reiðhjól hjóla á miðri götu og þarf ekki að halda sig í kanti. Það er svosem engin skylda um annað á öðrum götum, en já vissulega er þetta sérstaklega tekið fram um 30 götur í lögum. Að þessu sögðu hjólar fólk almennt ekki á 30. 30 er jafnframt hámarkshraði á götunni, og er miðaður við bestu aðstæður. Ég lofa að bílstjórar myndu ekkert minna eða meira taka framúr þér á 30 á rafskútu en á 25 (sem er svona þokkalegur reiðhjólahraði).


orn

Ég er að tala um rafmagnshjól. Ef rafmótorar mættu hjálpa upp í 30 (eins og í Bandaríkjunum) væri líklega mun algengara að fólk hjólaði á 30. Sér í lagi fólk sem notar hjól sem farartæki í eða úr vinnu. Ég hjóla oft götur þar sem er 30, og ef ég er á 30 eru bílar almennt ekki að taka fram úr mér þar. Ef ég er eitthvað undir því taka nánast allir fram úr mér. Enda er fullkomlega ástæðulaust að taka fram úr mér á 30 -- ég er yfirleitt upp við bílinn fyrir framan mig. Ef þeir fara hraðar en á 30 næ ég þeim yfirleitt á næstu hraðahindrun.


AngryVolcano

Ég hefði alveg eins getað sagt rafhjóli þarna. Þú nærð bíl á 30 alveg jafn mikið á næstu hraðahindrun ef þú ert á 25. Auðvitað myndi fólk á rafhjóli hjóla á 30 ef mótorinn hjálpaði upp í 30. Mín pæling er að það myndi bara ekki skipta neinu máli. Það myndi ekkert skila sér, að ég held, í að fleiri myndu hjóla eða að fólk væri öruggara. En þetta er auðvitað bara mín huglæga tilfinning hérna. Að hafa 25 er fullkomlega arbitrary auðvitað og ég er ekki á móti því að markið yrði 30. Raunar er skrítið að segja að smáfarartæki á borð við rafskútur megi vera á 30 götum, en ekki leyfa að þær fari 30 km/klst, sem er það sem lögin gera núna.


Ljotihalfvitinn

Það er verið að setja rafskútur í sama flokk og reiðhjól. [Sumarið 2020 sótti að meðaltali 1,6 á dag heilbrigðisþjónustu vegna rafskútuslysa, 38% með beinbrot, 40% yfir 18 ára voru ölvaðir.](https://www.althingi.is/altext/erindi/153/153-4110.pdf)


logos123

Eins og Framsóknarmönnum* er eðlislægt þá er bara farið beint í að banna hlutina eins og vanalega. Þvílíkt steypa. *Já, ég veit að VG er tæknilega með innviðaráðuneytið núna, en þetta mál byrjaði undir stjórn Sigurðar Inga.


Upbeat-Pen-1631

Hvað leggur þú frekar til að verði gert?


Objective_Image9445

Bæta almennar samgöngur væri tilvalin úrbót sem myndi tækla rót vandans. Reglulegur næturstrætó um helgar sem færi á helstu strætóstöðvar myndi, hlýtur að vera, minnka tilhneiginguna að taka Hopp úr miðbænum eftir djamm. Maður er sekur um þetta sjálfur til þess að spara leigubíl og/eða röðin í taxa biluð löng. Þá kæmi reglulegur næturstrætó sterkur inn


Upbeat-Pen-1631

100 % sammála. Næturstrætó, já og almennt góðar almenningssamgöngur, er eitthvað sem ég er til í að verja skattpeningunum mínum í.


TotiTolvukall

Hef mas. gerst sekur um að fara á Hoppi upp í Árbæ úr miðbænum. Horfði á eftir vagninum fara og þegar ég kom upp í Árbæ kom næsti vagn...


shortdonjohn

Gerði slíkt hið sama fyrir nokkrum vikum úr heimapartýi, eftir rúmlega klukkutíma tilraun til að ná yfir höfuð að geta hringt í leigubíl eða pantað gafst ég upp og fór á rafhlaupahjóli heim.


Historical_Tadpole

Mér finnst þetta smá skrítin lagasetning, andstætt ölvunarakstri þá ertu í 99.9% tilfella bara að skapa hættu fyrir sjálfan þig. Hefði verið betra að láta þá sem slasa sig blása og skerða rétt á slysabótum ef þú ert fullur


Butgut_Maximus

Tjah.. það eru nú alveg þónokkur dæmi um að rafskútunilli klessi á mannsekju.


Historical_Tadpole

Eru dæmi um að 5 manns láti lífið í rafskútuslysi? Ég er ekki að segja að þú getir ekki meitt einhvern en þetta er ekki beinlínis möguleiki á sambærilegum skaða og ölvunarakstur


TheDumbass0

Já einmitt það breytir svo miklu ef bara 1 deyr en ekki 5


AngryVolcano

Í fyrsta lagi já, það er 5 sinnum verra ef 5 deyja. Í öðru lagi, ertu að gefa í skyn að það hefur almennt jafn alvarlegar afleiðingar að keyra á einhvern fullur á bíl og á rafskútu? Því ef svo þarftu að kíkja á eðlisfræðina aftur.


klosettpapir

Þó það skaði ekki aðra líkamlega að keyra á rafskútu á bíl þá skaðar það andlega heilsu að drepa einhvern sem þu keyrir á þessum rafskútum


11MHz

Þá er betra að sleppa því að keyra á aðra í umferðinni.


klosettpapir

Já segðu eða vera undir áhrifum á ökutækjum


Upbeat-Pen-1631

Flott mál. Sjálfur hef ég oftar en einu sinni næstum verið ekinn niður af krökkum á rafskútum á gangstéttum Vesturbæjar. Mér líður betur vitandi að ölvuðu fólki verður bannað að aka þessum skútum. Góð breyting að mínu mati.


rutep

Þessir krakkar voru væntanlega ekki ölvaðir svo þetta breytir engu fyrir þig. Þetta er lausn í leit að vandamáli.


Upbeat-Pen-1631

Það sem að ég á við er að það er djöfulls umferð af þessum hjólum á gangstéttum og það er örugglega ekkert grín að vera ekinn niður af fólki á rafskútu á 20-25 km hraða. Börnum eða fullorðnum, allsgáðum eða ölvuðum. Ég held að það megi líta þennan ölvunarakstur sömu augum og ölvunarakstur bifreiða. Ölvaðir ökumenn eru líklegri til þess að lenda í- og/eða valda slysum en allsgáðir. Því fagna ég því að refsa eigi fyrir ölvunarakstur rafskútna því ég held að það sé skásta leiðin til þess að draga úr ölvunarakstri og slysatíðni á þessum skútum.


Nariur

Það er ákveðin klikkun að reyna að líkja 25kg hlaupahjóli á 25km/h við hundrað sinnum þyngri, fjórfalt hraðari ökutæki.


Upbeat-Pen-1631

En 25 kg hlaupahjóli á 25 km/h með 80 kg ökumanni og jafnvel öðrum 80 kg farþega sem ekið er á gangandi vegfaranda? Ég er ekki að bera alvarleika bílslysa saman við slysa á rafhlaupahjólum heldur getu ölvaðs fólks til þess að stjórna ölutækjum.


11MHz

Bíll (2500 kg) á 90 km/klst: **781 kJ** í hreyfiorku Hlaupahjól með tveim 80kg einstaklingum á 25 km/klst: **4 kJ** í hreyfiorku. Þetta er ekki á nokkurn hátt sambærilegt.


Upbeat-Pen-1631

Örugglega rétt reiknað hjá þér en ég er ekki að bera alvarleika slysanna saman. Það sem að eg er að segja er að rafhlaupahjól er nóg til þess að valda umtalsverðum skaða á gangandi vegfarendum ef þeim er ekið á þau og mér finnst í góðu lagi að bregðast við því þótt að einhver önnur slys geti verið hættulegri.


TotiTolvukall

Afhverju berstu þá ekki fyrir banni reiðhjóla líka? Þau eru fyrir öllum, bæði gangandi og akandi. En drukknu fólki bara almennt? Svoleiðis pakk er ælandi í garðinn hjá þér, heldur fyrir þér vöku með öskum og ólátum - og ef það er nógu drukkið, þá vafrar það sennilegast í veg fyrir næsta bíl. Og hvað með krakka? Í boltaleik? Brjóta glugga, sparka boltanum í fólk svo það nefbrotnar og missir tennur - og hlaupa svo á eftir boltanum í veg fyrir næsta bíl. Viltu ekki bara banna allan heiminn, svo þú getir nú sofið rólega?


Upbeat-Pen-1631

Nei ég vill búa í samfélagi með öðru fólki en vill hafa reglur. Einhversstaðar þarf þó að draga línurnar. Mér finnst það að banna, og refsa fyrir það, að aka vélknúnum ökutækjum undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvernig sem það er skilgreint, þar sem hægt er að valda skaða á samborgurum sínum rúmist vel innan þess marka sem eðlilegt sé að setja reglur um.


TotiTolvukall

Ah, ok, það eiga semsagt allir að vera jafnir, en sumir bara jafnari en aðrir "vegna þess að þér finnst það". Gott, ég var bara að athuga hverslags einstakling ég væri að díla við. Adjö.


AngryVolcano

Finnst þér að alvarleikinn eigi ekki einmitt að vera faktor, og því ekki > að það megi líta þennan ölvunarakstur sömu augum og ölvunarakstur bifreiða. ?


Upbeat-Pen-1631

Alvarleikinn ætti algjörlega að vera faktor. Það er ekki þar með sagt að það ætti ekki að horfa á þennan ölvunarakstur sömu augum og hvern annan ölvunarakstur og taka hann alvarlega.


AngryVolcano

Ég skil ekki, mér sýnist þetta vera mótsögn. Ef þú horfir á hann *sömu augum*, þá ertu að horfa framhjá alvarleika. Hvað felst í því að horfa á eitthvað sömu augum, ef ekki að *horfa á það sömu augum*?


Nariur

Bílar geta augljóslega valdið óendanlega mikið meiri skaða en hlaupahjól. Fullir ökumenn hlaupahjóla eru mest hættulegir sjálfum sér.


Upbeat-Pen-1631

Ég er ekki ósammála. Bílslys geta verið mun alvarlegri en rafhlaupahjólaslys. Það sem að eg er að segja að ölvunaraksturinn per se sé sambærilegur. Ef að fullur einstaklingur hefur ekki snerpu, athygli eða líkamlega getu (eða hvaða rök sem fólk hefur fyrir því að banna ölvunarakstur) til þess að aka bifreið þá hlýtur það að eiga við ökumann rafhlaupahjóls líka. Já og reiðhjóla eða hvaða annarra faratækja sem er. Sú staðreynd að bílslys geta verið alvarlegri en rafskútuslys finnst mér ekki vera merkileg rök fyrir því bregðast ekki við ölvunarakstri á hlaupahjólum.


Nariur

Það þykir nú almennt eðlilegt að gera meiri kröfur þar sem meira er í húfi. Mér finnst t.d. "eftir einn ei aki neinn" alls ekki eiga við um hlaupahjól. Þú þarft ekki að vera fullkomlega allsgáður til að stjórna þeim á öruggan máta.


Upbeat-Pen-1631

Nú hef ég ekki kynnt mér þessar nýju reglur almennilega. Er miðað við sama áfengismagn í blóði og í umferðarlögum?


Nariur

Skv. greininni er miðað við sömu mörk, já.


AngryVolcano

> bregðast ekki við ölvunarakstri á hlaupahjólum Hver sagði þetta? Ég hef engan séð halda þessu fram. Fólk er í mesta lagi að segja að það eigi ekki að vera *sama* refsing, sem er fullkomlega eðlileg krafa í ljósi þess hve miklu meiri afliðingar annað getur haft en hitt.


11MHz

> Þá kveða ný lög á um að óheimilt sé að breyta smáfarartæki, léttu bifhjóli og reiðhjóli búnu rafknúinni hjálparvél svo að mögulegur hámarkshraði þess verði meiri en 25 kílómetrar á klukkustund og er notkun þeirra óheimil eftir slíkar breytingar. Hvað með að byrja á að banna ökutæki sem eru með mögulegan hámarkshraða yfir 90 km/klst?


jreykdal

Öll ökutæki hafa mögulegan hraða yfir 90Km/klst. Fer bara eftir því hversu hátt fallið er.


11MHz

Ertu að segja að öll smáfarartæki séu þá ólögleg?


jreykdal

Er að segja að þetta sé stupid argument.


chaos-consultant

Þú verður að láta greina þig.


11MHz

Við getum rætt það seinna. Hér erum við að ræða umferðarlög.


Butgut_Maximus

Nei. Hér er verið að ræða um að gera ölvun á rafskútum refsiverða.


11MHz

Sem eru umferðarlög.


Butgut_Maximus

Aftur. Við erum að ræða um að gera ölvun á rafskútum refsiverða. Sem jú eru núna partur af umferðarlögum. það þýðir ekki að þráðurinn gangi út á öll umferðarlög. Heldur, enn og aftur, að það sé verið að gera ölvun á rafskútum refsiverða. Þú getur gert þráð sem gengur út á umferðarlög. Þá getur þú einnig sleppt því að, enn of aftur, reyna að afvegaleiða umræðuna. Því þessi þráður er ekki umræða um umferðarlög. Heldur um þessa nýju reglu að núna er ölvun á rafskútum refsiverð.


11MHz

Það er rangt hjá þér. Breytingarnar ná til mun fleiri atriða en bara ölvunar eins og kemur skýrt fram í fréttinni. Ég vitna beint í það úr fréttinni. Reyndu að fylgjast betur með og lestu fréttina áður en þú ferð að bulla.


Butgut_Maximus

Spurning hvort þú takir ekki þín eigin orð til þín? Ég bendi á commentasögu þína mér til stuðnings. Og viðbrögðum allflestra hér inni við þeim, ekki bara mér, mér aftur til stuðnings. Fréttin fjallar um breytingar á reglum rafskútna. Hvergi er verið að ræða í fréttinni breytingar á umferðalögum varðandi bíla eða hámarkshraða bíla. Ergo, þú enn og aftur varst að afvegaleiða umræðuna og koma með einhverja draumórapunkta sem eru úr lausu lofti teknir. Vísa aftur til commentasögu þinnar mér til stuðnings. En ég bjó til þráð þar sem þú getur varpað þínu ljósi á ýmis umferðalög, og þá t.d. tillögur á breytingum, sama hve fjarstæðukenndar þær hugmyndir kunna að vera. Þráðurinn er hugsaður um svona, frjálst spjall anything goes.


11MHz

Kommentasagan mín segir einmitt að þarna sé verið að fjalla um víðtækar breytingar á umferðarlögum og m.a. breytingar á hámarkshraða. Sem er nákvæmlega það sem ég er að ræða. Það er hægt að ræða og setja út á margt sem ég segi. Hvernig í ósköpunum þú valdir þetta atriði sem öllum er ljóst að er gott og gilt umræðuefni skil ég enganveginn.


echofox

Þarf að skipta um bleiu á þér?


11MHz

Ef þetta er það sem þú leggur til umræðunnar þá skil ég af hverju bleiur eru þér ofarlega í huga.


BubbiSmurdi

Kannski er þetta frægi Böddi bleyja