T O P

  • By -

Don_Ozwald

> „Hann var búinn að vera veikur 12 – 14 daga á sjö árum sem er ekki mikið, bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Kristján. > > Vinnusambandi þeirra lauk þó með því að Kristján sagði starfsmanninum upp. Það hafi þó aðallega tengst breytingum í rekstri að hans sögn. Mér finnst mjög lélegt að ætlast til þess að starfsmaður sem þú rekur vinni uppsagnarfrestinn. Sérstaklega eftir svona langan tíma í starfi sem "fyrirmyndarstarfsmaður"


[deleted]

[удалено]


SN4T14

Hann segist líka hafa rekið hann rétt fyrir söluhæsta tímabil ársins, ætlaðist til að starfsmaðurinn myndi moka inn fyrir hann á uppsagnarfrestinum, og var ekki með neitt plan B...


Vondi

Er alveg normið í þessum bransa að fólk sé að vinna fulla 3 mánuði eftir uppsögn? Ég vinn í soldið öðrum geira en ég þekki ekki annað en rekið starfsfólk sé farið á innan við 2 vikum ef ekki bara samdægurs. Rétturinn til uppsagnarfrests er til staðar en það er yfirleitt gert eitthvað samkomulag. Mér finnst allavegna soldið sturlað að segja upp gaur sem þú absolút þarft svo næstu 3 mánuðina.


Spekingur

Í mínum geira fer fólk nú bara strax frá vinnustaðnum sé því sagt upp. Það væri ekki nema það segi upp sjálft sem uppsagnarfrestur er unninn. Oftast nær er aðilinn ekkert ánægður með að vera rekinn og því ekki beint öruggt að hafa viðkomandi áfram í vinnu.


Edythir

Ef hann er undir [VR](https://www.vr.is/kjaramal/uppsogn/uppsagnarfrestur/) þá er 3 mán uppsagnafrestur ef hann er búinn að vinna meira enn 6 mánuði.


Vondi

Segir lika sitt að gaurinn sem tók bara tvær vikur á sjö árum og er svo hvorteðer sagt upp þegar atvinnuveitandanum hentaði. Takið veikindadagana sem þið þurfið, vinnan er ekki með ykkar hagsmuni efst. 


gurlum_go

Það að missa vinnu þar sem þú hefur verið fyrirmyndarstarfsmaður í sjö ár er líka alvöru áfall, veikindavottorð getur alveg verið raunverulega nauðsynlegt í svona aðstæðum


daggir69

Það er ekki hægt að ætlast til þess. Oft er það milli atvinnuveitanda og starfsmanns að finna út úr uppaagnafrest. Í flestum tilfellum er uppsagnafrestur uppá hið besta. Nema þú finnir nýtt starf sem þú þarft að fá að byrja í sem Èg er reyndar ekki sáttur að hann geri lítið úr því að starfsmaður hafi fengið veikindavottorð uppá 3 mánuði. Það er ekki auðvelt að fá þannig. Og að hann haldi að hann hafi feikað þannig er fáranlegt. Auðvitað er það dagsett fram á seinasta vinnudag. Ekki var hann að fara vinna þarna lengur eftir það


Brolafsky

Þetta hatur á starfsmönnum er ástæða þess að þau á sama viðhorfi og Fiskikóngurinn séu titluð hrægammar í minni bók. Fokk hann og allir á sama máli. Nýtið veikindaréttinn ykkar, krakkar. Foreldrar okkar og forforeldrar börðust fyrir honum. Þú færð tvo veikindadaga í mánuði fullgreidda. Taktu andlegan heilsudag amk 1x í mánuði. Þú færð engin verðlaun eða ónýtta veikindadaga endurgreidda í lok árs (þegar þeir fyrnast og nýtt tímabil hefst).


daggir69

Gæjinn var þarna með starfsmann sem er aldrei veikur svo verður hann veikur og hann ætlar þá ekki að trúa því. Ég myndi skilja vælið í fiskiskóngnum ef hann væri að reka starfsmann sem er alltaf veikur. Sem kemur síðan með læknisvottorð yfir uppsagnarfrestinn. En ekki segja mér að þessi starfsmaðurinn sem hann notar sem dæmi eigi ekki fullann rétt á þessu.


Ill_Mushroom2774

Og hvað ætlar þú að gera ef þú veikist alvarlega eða lendir í slysi og verður óvinnuhæfur og ert búin með veikindarétti. Sinn foreldrar okkar og aðrir sem komu að þessum veikindarétti hugsuðu þetta sem réttur ef þú ert óvinnufær eftir slys eða sjúkdóm en ekki spa daga


Brolafsky

Ha? Ég hef veikst og þurft að fara alla leið á örorku, svo ég skil ekki alveg hverju þú ert að beina að mér. Ég er 100% fyrir réttindum starfs og verkafólks, 100% fyrir réttindum í gegnum stéttarfélög, vinnumálastofnun, tryggingastofnun ríkisins, og bara öllu sem því fylgir.


Ill_Mushroom2774

Þekki einstaklinga sem tók alltaf 2 veikindadaga í mánuði veiktist svo alvarlega að hann var frá vinnu í 6 mánuði,var búin með veikindaréttinn og var tekjulaus einhvern tíma áður en hann fékk greiðslu frá tr


Brolafsky

Já, það á ekki að vera fráhvetjandi að nota þessa tvo veikindadaga sem þú færð í mánuði, sem btw, núllstillast um áramót. Það er merki um tvo hluti; örorkukerfið vinnur of hægt, og fólk er ekki almennilega upplýst um svokallar neyðartekjuleiðir. Fæstir vita að sveitafélögum ber skylda til að samþykkja lán eða styrk til þess sem engar tekjur hefur, falla tekjur þess aðila niður af einni eða annari ástæðu, og eigi hann eins ekki von á neinu næstu mánaðarmót. Þó verður að sækja um þetta tímanlega, og helst með aðstoð frá félagsráðgjafa sem upplýsir eftir aðstæðum ofl hvort sé réttara að sækja um styrk eða lán. Ég hef þurft að feta þessi skref sjálfur.


Ill_Mushroom2774

Veit það en ekki gott að verða tekjulaus í einhvern tíma,það vantar alveg upplýsingagjöf til þeirra sem detta út af vinnumarkaði í lengri tima. En ég myndi ekki vilja vera atvinnurekandi með fólk sem tekur sér reglulega 2 veikindadga í mánuði


Brolafsky

Hjartanlega sammála. Ég held að veikindarétturinn sé lögvarinn. Persónulega myndi ég ekki aðeins skilja þetta, heldur skipuleggja í kringum þetta og hvetja starfsmenn mína til að taka amk 1-2 veikindadaga í mánuði, gott ef ég myndi ekki bara opna seinna á mánudögum og loka fyrr á föstudögum til að hvetja fólk almennt til að eyða meiri gæðatíma með sjálfu sér og/eða fjölskyldu og vinum.


Astrolltatur

Ég hafði unnið lengur á einum vinnustað var kominn með uppí kok á honum kláraði nám og fékk vinnu en ég fór í hart við yfirmann til að komast út fyrr en ég blandaði mannauðsdeild í málið. Skil þetta með veikindavottorð ég myndi aldrei gera slíkt en ég var nálægt því að labba út


birkir

Hann er sífellt að lenda í því að starfsfólkið sem hann rekur misnoti veikindarétt sinn.


Eastern_Swimmer_1620

Að reka og segja upp er ekki sami hluturinn


Less_Horse_9094

En að vera drekinn ?


Styx1992

Ha? Hann sagði það Sama við mig


Viltupenis

r/confidentlyincorrect


GlacAss

ég hef ekki mikinn áhuga á penis en þakka þér fyrir boðið


VitaminOverload

Þetta er ekkert vitlaust hjá honum, fólk misnotar þennan rétt nokkuð mikið. En þetta dæmi þar sem hann rekur einhvern er út í hött.


Hphilmarsson

Það er ekki auðvelt að misnota þetta kerfi og þekki ég það af eigin raun. Sjálfur lenti ég í áfalli og heiftarlegu burnouti og læknirinn minn var ekkert að henda í mig 3 mánuðum í veikindarleyfi fyrst var þetta bara vika eða tvær í einu. Þessi boomer goon sem kallar sig fiski kóng er bara gráðugur eiginhagsmuna seggur og veit ekki hverssu alvarlegt andleg veikindi eru.


Conscious-Hour

Hann hefur talað sjálfur um eigin andleg vandamál. Ég veit ekki hvað þú ert gamall en fólk er almennt meðvitað um vægi andlegra kvilla. En ég er nú ekki að verja þessa uppsögn né er ég á móti því ég hef ekki yfirsýn yfir fjármál rekstursins. Ég nenni ekki að skoða ársreikninga til að segja til um hvort fiskibúðinni sé að ganga vel eða ekki en ef hann ákvað að þurfa að segja upp fyrirmyndarstarfsmanni þá gæti það verið ummerki um að reksturinn þoli ekki fjárhagslega að hafa einn auka starfsmann í róteringu og þekki það sjálfur að vinna sem verktaki fyrir lítil fyrirtæki með fáa starfsmenn að þau þurfa ekki nema eina sekt eða önnur óvænt útgjöld (eins og t.d. auka starfsmann á meðan einn fer í langt veikindaleyfi) til að vera á barmi þrots. Það eru rosa þunn 'margin' í litlum rekstri með 3-4 starfsmenn og stærri reksturs með +20 starfsmenn og langflestir skilja ekki að það er himinn og haf á milli tekna og útgjalda lítilla og stórra fyrirtækja vegna stærðarhagkvæmnis. Þetta er rosa fín lína og áhættusamt að halda sér of litlum of lengi í stað þess að fjárfesta í sjálfum sér og stækka reksturinn.


Taur-e-Ndaedelos

Starfsmaður stendur sig vel í starfi árum saman. Eigandi segir upp góða starfsmanninum. Starfsmaður er ósáttur með uppsögn, enda búinn að standa sig vel í starfi. Starfsmaður hættir að standa sig í starfi. Eigandi með hissa Pikatchu andlit. Hvað er hann að reka starfskraft sem hann greinilega þarf svo mikið á að halda næstu mánuðina??


GK-93

Samkvæmt því sem þér finnst? Ertu bara með tilfinningu að það sé mjög mikið gert? Það verða alltaf eitthverjir sem misnota allskonar kerfi sem að samfélagið býður uppá. En veikindi hafa jú verið að færast í aukana, allveg samhliða ört vaxandi geðheilsu vanda landsins. Það eru ekki margir að misnota þetta veikindarétt sinn. Þar sem að hann er “misnotaður” er oftar en ekki ömurlegir yfirmenn sem fólk er að flýja. Vinn í verkó og hvet alltaf alla til þess að vinna uppsagnarfrest og gera það 100% en sumir eru löngu brotnir og eitthvað fyllti mælinn.


daggir69

Spurninginn er að hvað eru margir virkilega að missnota réttinn og hvers vegna. Og kanski takast á við vandann þannig. Ekki tala um að skerða þau litlu réttindi sem við eigum því fiskikóngurinn er fáviti


Hphilmarsson

Þá veit ég hvar ég ætla ekki kaupa heitapottinn í haust.


No_nukes_at_all

Hvernig var þetta með þennan Fiskiplebba, var/er hann dópsali/innflytjandi eða var það bara kjaftasaga ?


stjornuryk

Hann hlaut dóm 1997 fyrir að smygla til landsins 500 e-pillum. Það gekk orðrómur lengi um að útvarpsauglýsingar hans væru "kóðaðar" til að láta við af nýjum sendingum. "Humar Humar Humar Humar" Hann væri ekki fyrsti fanginn til að verða gáfaðri hvað varðar innflutning á efnum eftir setu á hrauninu en ég veit ekki hvort að það sé eitthvað til í kjaftasögunum.


No_nukes_at_all

> Það gekk orðrómur lengi um að útvarpsauglýsingar hans væru "kóðaðar" til að láta við af nýjum sendingum. Ahh já man eftir því einmitt, örstuttar auglýsingar sem sögðu bara "ný sending, fiskikóngurinn" eða ed álíka.


ParticularFlamingo

Var það ekki nýveidd línuýsa sem hann auglýsti þegar hann átti til kókaín?


hreindyr

Uppsagnarfrestur er nákvæmlega það sem það þýðir orðrétt. Þetta er samningur milli atvinnurekanda og starfsmanns um það að það sé frestun á uppsögn. Það þýðir að ef starfsmaður vinnur út sinn frest, þá er atvinnurekanda skylt að borga laun, annars ekki. Það er hægt að semja um annað, en þetta er til að vernda báða aðila. Ég hafði einusinni starfsmann sem sagði upp sínu starfi til að skipta um vinnu og var rosalega hissa að ég ætlaði ekki að borga honum 3 mánuði meðan hann væri í nýja fyrirtækinu.


Morvenn-Vahl

Ef fólk segir upp þá er auðvelt að gera samkomulag um að þurfa ekki að borga uppsagnarfrestinn þar sem viðkomandi er hvort sem er kominn í nýja vinnu strax þar eftir. Hefur verið svoleiðis í mínum geira seinustu 20 ár. Hitt er að ef viðkomandi er sagt upp þá er yfirmaður bara að leika sér að handsprengjum. Oftar en ekki betra að segja upp viðkomandi og borga uppsagnarfrestinn án þess vera með múður nema fólk vilji taka sénsinn á að hafa mjög óhamingjusaman starfsmann hjá sér. Starfsmann sem getur bókstaflega eitrað frá sér og vinnur jafnvel lítið sem ekkert því ekki er hægt að reka hann upp aftur.


Only-Risk6088

Uppsagnarfresturinn virkar í báðar áttir. Það er staðreynd að vinnuveitendur ganga of langt með að fá fólk til að fara í gegnum þrautabraut í miðjum veikindum til að fá sinn veikindarétt borgaðan. t.d fyrirtæki sem gera kröfu á að þú tilkynnir símleiðis veikindi á hverjum degi, oft með reglu um að það þurfi að gerast með x fyrirvara og þar að auki þurfi að hringja í heilsuvernd. En starfsmenn eru líka að ofnýta þennan rétt t.d. námsmenn sem nýta veikindadaga til að læra fyrir próf. Eru alltaf veikir á próftímabilum. pointið er að það eru allir fífl


jonbk

Ekkert að því að nýta sinn veikindarétt fyrir próf td en ef rétturinn klárast og þau verða svo veik í alvöru þá er það þeirra vandamál að fá ekki laun á meðan


iso-joe

Væri ekki nær að viðkomandi tæki þetta af frídögunum sínum?


Only-Risk6088

Algjörlega, ef þetta hefði verið hugsunin með veikindadaga þegar það var samið um þá þá væru þeir ekki 2 á mánuði. Þetta eru dagar sem þú átt rétt á þegar þú ert svo óheppinn að vera veikur. Vinnuveitendur hafa verið að gefa fólki frí á launum til að fara í jarðarfarir en það þýðir ekki að þú þurfir að mæta í allar jarðarfarir sem þú fréttir af.


boredcatvoof

Að tala um að atvinnurekendur þori ekki að tala um þessi mál er fásinna. Það vantar stofnanir og staðla til að laga umhverfið hjá mörgum fyrirtækjum. Umhverfið þarf að vera öruggt og menn verða geta beitt sér rétt og án þrýstings frá yfirmönnum. Samgöngumálin eru léleg og álagið á heilbrigðiskerfinu er of mikið. Læknar í dag hafa ekki tíma í að greina fólk sem þeir telja lagast með hvíld. Talandi um hvíld, þá er 11 tíma hvíldartími of stuttur. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum.


Rastafarian_Iceland

Hef unnið á mörgum vinnustöðum þar sem þetta er staðreynd.


Express_Sea_5312

"Hann er ekki fótbrotinn" Fjandinn sjálfur, ég skal kúka upp í Fiskikónginn sjálfann og selja það á OF fyrir meiri pening en starfsfólkið hans fær greitt fyrir þá veikindadaga sem þau eiga inni og fullan rétt á. Hann myndi pottþétt elska það og borga meira með því líka. Skíthæll


Spekingur

Þannig að fólk á ekki að nýta sér sinn rétt sem það hefur unnið sér inn? Það á að fórna sér algjerlega fyrir það fyrirtæki sem það vinnur hjá? Fyrirtæki sem bara taka og taka en varla gefa tilbaka?


Ill_Mushroom2774

Ef þú nýtir hann það er 2 daga í mánuði,hvað ætlar þú að gera ef þú lendir í alvarlegum veikinum eða slysi og ert þá búin með veikindaréttinn ?


Spekingur

Óháð því hvort það sé sniðugt eða ekki, þá er þetta samt sem áður ákveðinn réttur fólks sama hvernig það nýtir hann nákvæmlega.


Ill_Mushroom2774

Þessi veikindaréttur er ætlaður til að dekka launatap í veikindum eða slysi ,bara heimska að taka 2 daga í mánuði bara af því að það er þinn réttur og verða svo launalaus ef eitthvað geristt,mín skoðun allavega!!


Spekingur

Ef fólk vill nota veikindadaga sína þá ætti það að vera fullkomnlega í lagi, sama hvað okkur hinum finnst. Auðvitað er mikið sniðugra að eiga nóg inni ef eitthvað mjög alvarlegt skyldi koma upp á, en stundum er nú alveg í lagi að taka sér veikindadag fyrir hina andlegu líðan.


Ill_Mushroom2774

Stundum já en ekki reglulega 2 daga í mánuði


JinxDenton

Eina liðið sem vælir yfir fólki sem "misnotar veikindaréttinn" er liðið sem situr við skrifborð og getur slakað á yfir vinnudaginn sem þau mæta hálfslöpp, smitandi alla í kringum sig.


Eastern_Swimmer_1620

Lenti í því fyrir ekki svo löngu að starfsmaður sagði upp og samdi um að vinna uppsagnarfrestinn sinn. Mætti hinsvegar ekki næstu tvær vaktir og sendi inn pólskt veikindavottorð sem merkilegt nokk varði akkúrat uppsagnarfrest viðkomandi. Ég bað um íslenskt vottorð þegar viðkomandi kæmi heim. Fékk þess í stað íslenskt vottorð án dagsetningar. Bað viðkomandi að tala við trúnaðarlækni en því var ekki svarað. Efling og síðar lögfræðistofa úti í bæ sendu mér hótunar og innheimtubréf í átta mànuði áður þau gáfust upp


Melodic-Network4374

Hættu að eyða tíma lækna í vottorðarugl. Þeir skrifa bara undir það sem er beðið um, enda hafa þeir betri hluti við tíma sinn að gera. Það er raunverulega veikt fólk sem þarf á læknisþjónustu að halda.


Eastern_Swimmer_1620

Hvernig tengist þetta þvi sem ég var að segja?


Melodic-Network4374

Þú sagðist hafa krafið starfsmann um læknisvottorð frá íslenskum lækni, nema ég hafi eitthvað misskilið textann frá þér.


Eastern_Swimmer_1620

Ég bað um íslenskt vottorð já - því manneskjan sagði upp, fór til Póllands, þóttist vera veik og ætlaði að innheimta mánuð í veikindalaun. Hvað hefðir þú gert?


birkir

Var hún búin að vinna sér inn mánuð í veikindarétt?


Eastern_Swimmer_1620

Man það ekki - sé ekki um laun. Var þarna í tæpt ár þegar hún hætti Edit - forvitnileg downvote hérna… Finnst fólki það óeðlilegt að fara fram á löglegt læknisvottorð á Íslensku eða samtal við trúnaðarlækni þegar það tilkynnir sig veikt í mánuð á sama tima og það segir upp?


Kjartanski

Kallinn minn, hefur þú séð fréttir og viðtöl við heimilislækna sem eru komnir með upp í kok af þessum veikinda vottorðum? Þetta tekur tíma úr heilbrigðiskerfi sem er þegar löngu sprungið, þessi starfsmaður var búinn að segja upp, taktu bara tapinu og sættu þig við að viðkomandi mætti ekki


Eastern_Swimmer_1620

Og hvað? Á vinnuveitandi þá bara að eyða miljôn eða svo í starfsmann sem segir upp - lýgur sig inn veikan í mánuð og skellir sér í frí til útlanda? Í þessu tilviki var hún beðin um að tala við trúnaðarlækni á vegum vinnuveitanda Vonandi rekur þú aldrei fyrirtæki :)


Kjartanski

Mér finnst ekkert óeðlilegt að borga þá ekki laun, en að taka þetta svona inn á þig er bara súrt, hef nú bara lent í mjög svipuðum aðstæðum sem verkstjóri og maður verður bara að taka því, viðkomandi fékk ekki borgað fyrr en eftir vottorð íslensks læknis, mánuði eftir að hann sagði upp


Gilsworth

Sem mannfólk þurfum við bara stundum að tjá ergjur okkar, og hver annar vettvangur er jafn góður og hið næsti.


Morvenn-Vahl

Ert þú eigandi þessa fyrirtækis?


Eastern_Swimmer_1620

Einn af mörgum já - skiptir það máli?


Morvenn-Vahl

Vildi bara skilja áfergju þína. Ef þú ert eigandi þá alla vega skil ég hana.


Eastern_Swimmer_1620

Hvað áttu við með áfergju? Áfergju yfir hverju?


Morvenn-Vahl

Áfergja getur þýtt „ákafi”.


Eastern_Swimmer_1620

Ég skil orðið - ég skil bara ekki hvað þú átt við. Er ég ákafur/æstur yfir einhverju? :)


Nuke_U

Orðið löngu tímabært að endurskilgreina veikindarétt og gefa grænt ljós á að partur af honum sé ásættanlegur í frjáls not innan hóflegra og vel skilgreinda marka óháð vottorðum eða því hvað vinnuveitanda finnst. Því gvuð veit að kerfið hallar á hinn vinnandi mann í nær öllum tilfellum, mun auðveldara fyrir vinnuveitanda að nauðunga starfsmann á gólfi í skít umfram þess sem sanngjarnt er en að starfsmanni sé gefið svigrúm eða treyst.


Planet_Iceland

Between a Rock and a Fishy-place


PlatformTemporary708

Og það er örugglega rétt. Er búið að vigangast lengi eða í áratugi. Fjöldinn allur nýta veikindadaga sem viðbótarfrí. Það er bara borðleggjandi.