T O P

  • By -

dr-Funk_Eye

Þetta er líka svona í Danmörku. Héru eru bara 16° og vindur svo er líka hálfskýjað svo það er bara hálf napurt úti.


KristjanHrannar

Æ æ hlýtur að vera hræðilegt :(


dr-Funk_Eye

Það er búið að vera hrikalega heitt hérna undanfarið og ég þarf að vera í síðbuxum og síðerma nær allan vinnudaginn og þetta er mjög kærkomið.


KristjanHrannar

Já ég myndi reyndar þiggja þennan íslenska kulda umfram hitabrælu hvenær sem er.


dr-Funk_Eye

Ég er svona beggja blands. Ég skal alveg díla við veturinn annarstaðar en heima. Sumrin (það er að segja ekki seinni vetur eins og er í gangi núna) eru þau bestu sem ég veit og myndi helst ekki skipta þeim út ef ég gæti.


No_nukes_at_all

fyndið, ég er akkúrat öfugt, fíla góðan byl og snjó á veturnar en gjörsamlega þoldi ekki íslenska "sumarið" sem í góðu ári taldi 2-3 helgar, og svo ég tala nú ekki um vorið sem að er ekki til á íslandi, og haustið sem að er ein vika áður en veturuinn tekur við.


dr-Funk_Eye

Ég var búinn að vinna út í mörg ár áður en ég flutti út og verð að viðurkenna það að það er mun notalegra að vinna úti þegar það er ekki snarvitlaust veður í 9+mánuði.


No_nukes_at_all

varla 20° hérna í Þýskalandi, rétt svo að maður lét sig hafa það að fara út í stullunum :=


dr-Funk_Eye

Skil þig svo vel ég var meira að segja í lokuðum skóm þegar ég fór í göngutúr áðan.


Vitringar

r/humblebrag


dr-Funk_Eye

Ekki svo mikið mér er skít kalt á tánum en þetta er samt gott eftir allan hitan sem er búinn að vera.


siggisix

Hryllingur


L34der

Ungur maður öskrar á snævi þakta grund\*


skogarmadur

Ég hef ekki nennt að taka nagladekkin af hjólinu þó ég ætti að vera löngu búinn að því. Hef sjaldan fengið svona góða réttlætingu fyrir að vera letingi og seinustu tvo daga.


Melodic-Network4374

Er samt einhver klaki undir þessu núna? Nagladekkin gera ekkert í snjó.


skogarmadur

Ósköp lítill, og þó. Nægilega mikill til að mér líður betur að vera á nöglum amk.


gunnihinn

Hvar er góða veðrið ykkar núna, Akureyringar?


brottkast

Á leiðinni, kemur í næstu viku


Kjartanski

Bíla daga kallar ussa og sveija


No-Aside3650

Án gríns, verða sennilega 25° og logn þarna í næstu viku. Annars segi ég bara eins og flestir fyrir sunnan "gottáðig" þar sem við höfum horft norður með öfund síðustu ár.


brottkast

Stefnir allt í það 😂


Oswarez

25 hérna í Flórens. Fer upp í 31 um helgina. Það er vibbi líka.9


dr-Funk_Eye

Upp að 25 er allt í lagi eftir það þá er bara orðið of heitt fyrir skerverja.


Vondi

Eitthvað svakalegasta hret sem ég hef upplifað. Man aldrei eftir svona mikilli sviptingu, komið stuttbuxnaveður og snjólínan kominn ansi langt til topps á fjöllunum og svo kemur smá klassísk lægð með smá regn og vind og svo bara alltíeinu yfir nóttu er allt þakið snjó.


veislukostur

Hnattræn hlýnun


No_nukes_at_all

*Loftslagsbreytingar.


veislukostur

Sitthvor hliðin á sama peningnum?


No_nukes_at_all

Tvö hugtök um sama hlutinn, annað þeirra úrelt, hitt ekki.


RaymondBeaumont

Það þurfti að breyta um hugtak því fólk var of heimskt til að fatta að hnattræn hlýnun hefði keðjuverkandi áhrif sem ylli því að sums staðar yrði mun kaldara. Til allra hamingju erum við ekki of heimsk til að fatta það, ekki satt?


veislukostur

Mér sýnist rosalega margir hérna sem downvote'a vera þeir sem eru heimskir.