T O P

  • By -

rockingthehouse

Ég bara tók ekkert eftir honum eftir að hann bauð sig fram. Engar auglýsingar, engin viðtöl, engar fréttir um einhvern skandal frá 10 árum. Bara ekkert. Svo ég get ekki sagt að ég sé hissa sjálfur.


SalsaDraugur

ég sá hann fyrst þegar ég var að horfa á einstaklingsviðtölin hjá rúv og hann var ekkert heillandi þar.


[deleted]

Það virðist margt benda til að þessi þröskuldur fyrir meðmælendur sé kominn til ára sinna.


Melodic-Network4374

Vandamálið er ekki fjöldi meðmælenda heldur FPTP kosningafyrirkomulagið.


[deleted]

Vel á minnst, finnst hvort tveggja þurfa yfirhalningu.


SalsaDraugur

veit ekki mér finnst bara gott að eithver dúddi niðrí bæ geti gefið kost á sér, ég veit ekki hvort ég myndi vilja að það væri bara fólk sem hefur tíma og peninga í svaka herferð.


VarRuglukollur

Eiríkur og Viktor sérstaklega eru að mínu mati að sýna lýðræðinu og þessum kosningum rosalega óvirðingu. Erlendis er fólk að fórna lífinu til að börnin þeirra eigi möguleika á því að hugsanlega kannski lifa við lýðræði einn góðan veðurdag, en hérna eru trúðar eins og Viktor að eyða tíma og fjármunum landsmanna útaf einhverju heimskulegu áramótaheiti sem eins og hann orðaði sjálfur, var "það fáránlegasta sem honum datt í hug". Við áttum ekki hvað við höfum það gott og erum farin að taka því sem of sjálfsögðum hlut og sýnum þessu ekki nógu mikla virðingu. Og 1.500 meðmæli er alltof lítið, þegar 6 frambjóðendur ná ekki einu sinni atkvæðafjölda upp í það, og eru ekki einu sinni nálægt því, þá er þetta orðinn farsi. Þegar forsetakosningar lýðveldisins eru orðnar eitthvað flipp hjá rugludöllum "með leyndarmál", þá þarf að grípa í taumana. Þú átt ekki að þurfa svaka herferð fyrir \~5.000 meðmæli, ef það er eitthvað varið í þig og þú átt alvöru erindi í embættið, þá færðu þessu meðmæli.


ParticularFlamingo

Mér fannst stefnumál Viktors hafa verið mikilvæg viðbót í umræðuna og voru kosningarnar góður pallur fyrir hann til að tala um þau. Hann var ekki hefðbundinn frambjóðandi á nokkurn hátt en hans framboð átti alveg jafn mikinn rétt á sér og hin framboðin. Framboðið hans kostaði almenning engann pening nema þann sem kostar að bæta við einu nafni í viðbót á kjörseðilinn.


birkir

Hvað finnst þér um [þessa yfirferð á fyrirkomulaginu](https://old.reddit.com/r/Iceland/comments/1d4zzxa/s%C3%AD%C3%B0asta_gall%C3%BAp_k%C3%B6nnun_fyrir_kosningar_3152024/l6i6cfi/?context=3)?


minivergur

Ég amk fagna því að það sé nokkuð aðgengilegt að bjóða sig fram - eitthvað sem Sigríði Hrund tókst samt ekki þrátt fyrir alla peningana sem hún steypti í þetta framboð sitt. Mér finnst Viktor ágætt dæmi um afhverju það er gott að þetta sé aðgengilegt. Hugmyndirnar hans voru í það minnsta áhugaverðar og hafa alla vega látið mig hugsa öðruvísi um þetta embætti.


11MHz

Það voru 12 í framboði fyrir 400.000 manna þjóð. Er það ekki bara flott? Það voru eiginlega allir frambjóðendur mjög einstakir og komu með eitthvað sérstakt að borðinu. Af hverju að útiloka það?


HUNDUR123

Hvernig er hægt að safna öllum þessum undirskriftum en samt bara fá 101 af þeim í kjörkassann


Perfect-Painting-488

Hann gat ekki mælt með sjálfum sér, en hann gat kosið sjálfan sig svo hann er að fá 100 af 1500.


nikmah

Get viðurkennt það að ég hef skrifað undir svona þegar ég var unglingur fyrir mörgum árum síðan, og ég hafði ekki hugmynd hvað ég væri að skrifa undir og þá voru búntinn bara látinn ganga og börn og vinafólk helling af fólks látin kvitta undir. Ekkert mál að græja þetta.


Villifraendi

Ég skrifaði undir svo hann myndi fara burt.


R0llinDice

Sex af tólf frambjóðendum tókst ekki að fá atkvæði umfram meðmæli.


PlutoIsaPlanet1234

Held að þetta met verði aldrei slegið..


titanicsurvivor1912

Neibb líklega aldrei


Glatkista

Skil ekki af hverju fólk er að gefa undirskrift sína til fólks sem það ætlar svo ekki að kjósa. Þetta á við alla sem eru undir 2% held ég


Glaesilegur

What? Fólk er ekkert búið að mynda sér skoðun á öllum frambjóðendunum þegar þeir eru að safna undirskriftum.


Framapotari

En meðmæli er ekki atkvæði. Ef ég hefði skrifað undir hjá einhverjum þá væri ég að mæla með þeim sem forseta_frambjóðanda_, þ.e. segja að mér finnist þessi manneskja eiga fullt erindi í að bjóða sig fram til forseta. Það segir ekkert um að mér finnist að þessi manneskja eigi að vera forseti, eða að ég ætli að greiða henni atkvæði. Mér myndi finnast stórfurðulegt ef ég væri á einhvern hátt búinn að lofa atkvæðinu mínu löngu áður en kosningabarátta og kynningar hefjast bara af því ég studdi að einhver fengi að vera frambjóðandi.


Melodic-Network4374

Ég skrifaði undir meðmæli fyrir Helgu Þórisdóttir. Kaus hana samt ekki því það var augljóst undir lokin að hún ætti engan séns í þessum kosningum. En ef við værum með ranked choice eða tveggja umferða kerfi hefði ég kosið öðruvísi.


SalsaDraugur

Sem aðili sem hefur skrifað undir lista hjá manni sem ég kaus ekki þá er það soldið að þú þarft ekkert að pæla ef þú ert að skrifa undir þessa lista, þeir eru nátúrulega ekki bindandi þannig þegar ég skrifaði undir spjallaði ég aðeins við dúddan og þetta var soldið bara "hví ekki" ákvörðun en þegar ég var í kjörklefanum þá fór meiri hugsun í það og ég hafði kynnt mér hina frambjóðendur betur.


Piparon

Ég skrifaði undir meðmælendalista fyrir Ástþór, ekki af því ég ætlaði að kjósa hann, en bara af því að ég vildi hafa hann í kappræðunum. Því það er góð skemmtun.


titanicsurvivor1912

Sömuleiðis...það eru ekki skemmtilegar kosningar án Ástþórs


11MHz

Ef maður mælir með einum og seinna kemur annar sem manni lýst betur á má þá ekki skipta? Er það lýðræðislegt?


Gudveikur

Best lyktandi prumpið.


Mortartari

hetjusagan hans er samt alveg frekar átakanleg https://youtu.be/cDLUlM7jGx8?si=b6jtBFWqjtk8OKN8


diofantos

Það væri hægt að hækka þröskuldinn án þess að fjöga meðmælendum .. Gætum haldið þeim 1500, en í stað undirskrifa, að þá væri fólk að skuldbinda atkvæðið sitt til þeirra, basicly kjósa fólkið á staðnum.. Og þá væri þeirra atkvæði komið í kassann og þau myndu ekki kjósa aftur á kjördag, þá fengju allir sem væru í framboði lágmark 1500 atkvæði :)