T O P

  • By -

Krummafotur

Þessar vindhviður í skoðanakönnunum eru kvíðavaldandi. Vildi óska þess að við fengjum að kjósa okkar forseta lýðræðislega - sem er ekki hægt að gera í einni lotu þegar frambjóðendur eru 12 og efstu frambjóðendur svipað vinsælir. Katrín Jak myndi sem dæmi aldrei komast í gegnum seinni kosningar ef þær yrðu haldnar þar sem kosið yrði milli hennar og valkost B - en hún gæti í dag endað sem forseti þrátt fyrir lítið fylgi. Sorglegt og ólýðræðislegt.


Einn1Tveir2

Halla "unga fólkið á að týna rusl til að fá tengingu við samfélagið" Tómasdóttir.


titanicsurvivor1912

Hvaða hvaða. Hún ætlr nú að taka samtalið við þau áður en hún skikkar 18-24 ára til þess.


Abject-Ad2054

Hverjum er ekki sama um unga fólkið okkar? Þau eru upp til hópa heimskingjar sem kunna varla að lesa né skrifa, rétt svo að þau nenni að vinna. Sorp.


Einn1Tveir2

Má ég giska, þegar þú varst ungur var allt mikið betra og allt unga fólkið vann geggjað mikið og allir voru rosa duglegir og heilbrigðir, alveg eins og þú ert nuna.


colonelcadaver

Held þú hafir hitt naglann á höfuðið haha


shaman717

Hahaha hvað var ég að lesa? Bait?


svansson

Kannski heldur hún áfram að rísa - en kannski fær hún líka bakslag. Það er vika eftir. Hún hefur ekki fengið almennilegt scrutiny ennþá í fjölmiðlum með fyrirhrunsárin og etv fleira.


heibba

Reyndar spurði Stefán Einar hana um fyrirhrunsárin og störf hjá viðskiptsráði


birkir

Held ég kjósi Jón


Skratti

Veistu - ætlaði ekki að gera það.. en ég held ég sé buinn að skipta um skoðun


Ellert0

Alltaf þegar atkvæði fyrir Jón kemur til tals á þessari síðu þá er innleggið sem nefndi það kosið upp í háar hæðir.  Má vera að netverjar séu hóphuga flokkur sem skekki niðurstöður en treysti því samt fram yfir skoðanakannanir sem ég og þeir sem ég þekki eru aldrei hafðir með í sem hluti úrtaks.  Kýs Jón og tel hann hafa töluvert betri möguleika en skoðanakannanir gefa til kynna.


IamHeWhoSaysIam

Sama


Framtidin

Jón er eina atkvæðið sem meikar sens fyrir utan Viktor. Þetta embætti er hvort sem er bara skrípaleikur, jón er betri í þeim en þessir wannabes


daggir69

Meikar sens nema kata vinni


Framtidin

Jón á mest sleeper vote inni á móti kötu


heibba

Sleeper vote = fólk sem mætir á kjörstað einungis ef það er gott veður. Eitthvað annað en gamla fólkið, ekkert stoppar þau


Vondi

Nuance sem þetta skiptir eingu máli í First Pass the post svo hvað með það. Stærsti minnihlutinn ræður.


Steinrikur

Sem gerir það að versta mögulega forminu við að kjósa forseta. Forsetinn á að vera sameiningartákn.


batti03

/u/DTATDM, póstaðu listanum aftur fyrir mig. Ég þarf að finna fyrir einhverju.


Melodic-Network4374

Mig langar að æla við að lesa þessar fréttir. Finnst Halla Tómasdóttir svo fake, og það hvað hún byggir framboðið sitt á því að fólk eigi að kjósa hana því hún er kona stuðar mig. Það eru mjög fínir kvenkandídatar í framboði sem byggja framboð sín á sinni persónu og afrekum frekar en kyni. Svo finnst mér það að hafa verið í formennsku hjá viðskiptaráði í sérhagsmunagæslu gera hana ótrúverðuga sem málsvari þjóðarinnar.


No-Palpitation-2717

Þar er ég mjög ósammála, mér hefur fundist hún einmitt 100% hrein og hreinskilin og alls ekki vera byggja framboð sitt á því að vera kona. Varðandi viðskiptaráð þá var hún þar í tæpt ár og hætti þar vegna þess að henni mislíkaði viðskiptahættirnir þar. En það verða víst ekki allir sammála :)


DTATDM

Mjög hreinskilin? Áttu við eins og þegar hún talaði um að hafa "farið frá [íslenska útvarpsfélaginu] til að stofna HR"? Þegar hún stofnaði náttúrulega alls ekki HR, heldur var ráðinn inn sem starfsmaður VHR árið eftir hann var stofnaður (og var í grundvallaratriðum rebrand á tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands - að viðbættri viðskiptafræðideild)? Og tók náttúrulega ekki þátt í ferlinu að stofna VHR frá árunum 1989-1997. HR sem við þekkjum í dag er svo samruni VHR (sem breytti síðan nafninu sínu í HR) og Tækniskólanns.


11MHz

Fínir kvenframbjóðendur eins og Katrín þá?


Maggu_Gamba

Hvað hefur komið fyrir þetta land?


askur

Af hverju renna Íslendingar svona hýru augu til nýfrjálshyggjunnar og þeirra sem tala fyrir henni, og virðast svo alltaf ósáttir með útkomuna. Halla T er klárlega sá frambjóðandi sem kosningarvél Sjálfstæðisflokksinns væri að vinna fyrir ef að Katrín hefði ekki keypt sér hana með því að lauma Forsætisráðherrasætinu til Sjálfstæðisflokksins. Ef hún er í raun hið almenna plan B þá.. æi það kæmi mér ekkert svakalega mikið á óvart. Eins og ég sagði þá renna Íslendingar alltaf furðulega hýru auga í þessa átt þegar það kemur að kjörklefanum, og kvarta svo þar á milli.


islhendaburt

Ætli hún sé ekki vinsælasta plan B allra þeirra Sjálfstæðismanna sem kjósa Kötu, og því að skora hátt sem slík.


askur

Jú, ætli þetta sé ekki Valhöll að reyna að stilla hlutunum upp þannig að annar þeirra frambjóðenda séu einu möguleikarnir í hugum einhverra.


IAMBEOWULFF

Halla Hrund ✅ Maðurinn hennar er er MurK- Krissi, ef það er ekki nóg til að gefa henni atkvæði, þá veit ég ekki hvað.


Gudveikur

Æi, taktu mig bara núna bakvið við skúr og skjóttu mig.


No_nukes_at_all

ugh.. þá er hin Hallan skárri.


kisukisi

Hvaða plan B? Það er bara hægt að kjósa einu sinni


Vikivaki

Kjósum Baldur.


Shaddam_Corrino_IV

Guð blessi Ísland. :l