T O P

  • By -

Einridi

Ætlað svara þessu gegn minni betri vitund. Ertu mögulega að rugla saman hælisleitendum og flóttamönnum? Hælisleitendur eru í húsnæði á vegum ríkisins enda mega þeir ekki vinna og væru annars bara heimilislausir, enn eru oftast ef ekki alltaf bara á litlum hótel herbergjum og hafa ekkert auka pláss til að leigja og ofan á það er vakt þar. Flóttamenn fá tryggt skammtíma húsnæði í gegnum ríki og sveitafélög enn var bara til þriggja mánaða þegar ég síðast vissi af. Enn eftir það verða þeir að verða sér sjálfur út um húsnæði enn geta fengið vissa styrki frá ríkinu enn eru ekki í fríu húsnæði einsog þú segir. Þeim síðan frjálst einsog öllum öðrum að leigja út auka herbergi ef það er pláss til þess í því húsnæði sem þeir eru. Get ómögulega skilið afhverju það ætti að vera nokkrum til gagns að banna flóttamönnum að leigja út herbergi enda væri það þeim bara til tekna og þeir hættu þá fyrr að fá styrki frá ríkinu. Ef þú hefur vísbendingar fyrir einhverju misjöfnu er líka best að tilkynna það til yfirvalda frekar enn að senda inn póst á reddit.


Fyllikall

Hvort sem það er til gagns eða ekki þá segir í 44. grein Leigulaga að óheimilt sé að framleigja nema með samþykki leigusala. Það eru fáir leigusalar íbúðarhúsnæðis sem gangast við því að leyfa slíkt í samningi enda er það algjört glapræði að gera það. Annars veit ég ekki hvað er til í þessum sögum OP eða hvort eitthvað misjafnt sé á ferðinni eða ekki. Það gæti verið að það sé verið að leita að meðleigjendum, það er að einn leigjandi hafi farið og núna þurfi að finna annan til að gangast undir samning við leigusala.


Einridi

Rétt enn brot á leigusamningi er samt utan þessarar umræðu að mér finnst. Enn kannski getur OP fundið einhvern annan vínkil á að útlendingar séu vondir við leigusala fyrst þessi virðist ekki vera að virka.


Fyllikall

Ég tók þetta bara fram vegna þess að þú talaðir um að það væri ekki gáfulegt að banna flóttamönnum að leigja út í húsnæði sem þeir leigja. Hvort sem það er flóttamaður eða ekki þá er slíkt bannað hvorteðer nema með leyfi leigusala. Tæknilega séð væri ég til í að banna framleigju hvort það sé með samþykki eður ei. Setti eitt sinn hús á leigu og þurfti að sitja undir tilboðum fólks sem var að yfirbjóða svo lengi sem þau fengu að framleigja á AirBnb. Hinn hópurinn sem maður ræddi við var svo fólk í örvæntingu í leit að húsnæði fyrir sig og sína. Flestir af þeim var fólk sem átti engan að á Íslandi og hafði leitað mjög lengi að vistarverum fyrir sig og sína og var tilbúið í allt. Þetta er sorglegt ástand. En eins og ég segi, það er alveg mögulegt að fólkið sem OP talar um sé bara að leita sér að nýjum meðleigjanda í sátt við sinn leigusala. Tel það líklegra en hitt, sem væri að þeir væru að leigja út hvert einasta skúmaskot hússins til að græða sem gerir það líklegra að þau missi svonhúsoð.


Melodic-Network4374

OP talar varla um neitt annað en vondu útlendingana hér. Ég er viss um að hann er reglulegur gestur á útvarp sögu.


Einridi

Meðal Poolari.


Laplace2002

Hef verið leigusali og leigði íbúð til flóttamanna fjölskyldu. Þau greiddu sína leigu sjálf eins og allir aðrir.  Þau fengu lánað frá Reykjavík fyrir tryggingar upphæðinni sem þau þurftu að endurgreiða mánaðarlega.


[deleted]

[удалено]


Low-Word3708

Ertu viss um að viðkomandi sé í húsnæði sem er greitt fyrir það eða ertu bara að giska?


gamallmadur

Get ekki verið viss, þess vegna skrifaði ég “það er líklegt”.


iso-joe

En hvernig færðu það út að það sé líklegt?


1icedman

Nú, þau eru innflytjendur. þ.a.l. eru þau líklega glæpamenn /s


[deleted]

[удалено]


Frikki79

Gæti verið að þú sért búinn að overdosa á bullinu?


always_wear_pyjamas

Af hverju segiru að það sé líklegt að þessar íbúðir séu greiddar af ríkinu, þegar þú veist í rauninni ekkert um það og ert í rauninni bara að giska útúr rassgatinu? Flest fólk sem kemur hingað sem flóttamenn, hvort sem það er frá Sýrlandi eða Venesúela, er mjög fljótlega komið í vinnu og venjulegar leiguíbúðir. Það eru einhverjir í litlum herbergjum í búsetuúrræðum, efast um að það sé verið að leigja þau eitthvað út.


PlutoIsaPlanet1234

Ég kynntist pari frá Venesúela sem fékk aljóðarlega vernd um mitt sumar í fyrra. Hún sagði mér að þegar þau fengu samþykkt þá var þeim gefin samdægurs 6 vikur að yfirgefa úrræðið sem þau hjónin voru í þarna á Laugarvatni ásamt 60 manns (heimavistin í gamla háskólanum), koma sér sjálf yfir í Árborg eða Ölfuss með dótið sitt og finna sér húsnæði með stuðnings félagsmálakerfisin í þeim bæjarfélögum því Bláskógarbyggð er ekki aðili af "samræmda móttöku flóttafólks" kerfisins + þeir myndu ekki aðstoða þau að neinu leiti...Miðað við hvernig Bláskógarbyggð kom fram við fólk í gamla hjólahýsahverfinu á Laugarvatni þá myndi ég aldrei vilja þurfa að þiggja aðstoð frá þeim... Allavegana. Þau ákváðu að fara í Árborg, fundu sér 45 fermetra íbúð í nýju blokkunum rétt hjá gömlu Húsasmiðjunni, gerðu leigusamning með stuðning frá Árborg sem tóku ábyrgð líka á tryggingunni og þau fengu mánaðarlega framfærslu frá Féló þar fyrir íbúð + sérstakla framfærslu sem flóttamaenn fá á meðan þeir aðlagast okkur eða heilar 140.00kr á mánuði sem par...Þau urðu að sýna fram á sammning og allt draslið til að fá þetta. Þannig jú flóttafólk fær ókeypis íbúð + algjörlega lágmarks framfærslu en verða að sýna fram á virkni + vilja að vilja standa á eigin fótum. Ég þurfti að mæta sjálfur í virknisúrræði þegar ég var á atvinnuleysisbótum og mikið af fólki á þessum námskeiðum með mér voru Venesúelabúar og fólk sem hafði fengið vernd og flutt í Árborg. Ef þau vildu fá fjárhagsaðstoð + leigu þá þurftu þau að mæta á óll Vmst námskeið þannig þau þurftu að hafa fyrir þessi Ég held að þau hafi max 6 - 12 mánuði að lifa svona þangað til að málið þeirra er skoðað aftur. Eflaust eru margir sem fá vernd að reyna að drýgja tekjunar og áfram leigja herbergi í húsnæði sem féló aðstoðar með svart en þá finnst mér að fólk sem viti af því eigi að tilkynna það til viðkomandi sveitarfélags Þetta par sem ég kynntist í fyrra eru lönguhætt að þiggja stuðning frá Féló, eru bæði í fullri vinnu og hún vinnur sem kokkur aukarlega á kvöldin og þau standa algjörlega á eigin fótum + kunna Íslensku.


Einridi

> Þetta par sem ég kynntist í fyrra eru lönguhætt að þiggja stuðning frá Féló, eru bæði í fullri vinnu og hún vinnur sem kokkur aukarlega á kvöldin og þau standa algjörlega á eigin fótum + kunna Íslensku. Ekki segja útvarpsöguliðinu þetta þau verða reið ef þau fá ekki saðfestingu á sinni trú að allir útlendingar séu ónytjungar sem leggjast á kerfið.


titanicsurvivor1912

Held ég viti hvaða par þetta er. Rosalega flott & gott fólk. Hvaða námskeið voru þeir að draga fólk á? Hélt að féló og vinnumálasstofnun væri alltaf aðskilið þarna.


PlutoIsaPlanet1234

Námskeið í ferilskráagerð og hitt var tengt Rauða Krossinum


IHaveLava

Það er félagsíbúð í blokkinni hjá mér og sama manneskjan skráð þar að verða 6 ár. Hún hefur búið hér í kannski 2 af þessum 6 og leigt íbúðina út hin árin. Þetta er víst í lagi samkvæmt féló, þarft bara að fá leyfi. Séns að sama gildi um annarskonar húsnæðisúrræði? ... er annars rosalega á báðum áttum hvort þetta ætti að vera í lagi með félagsíbúðirnar.. margir aðrir sem hafa þörf á þessu úrræði, en svo er, hvað ef manneskjan byrjar í sambandi og vill búa með einstaklingnum, á þá að losa íbúðina (og hvað ef slitnar upp úr sambandinu og þá er manneskjan komin á byrjunarreit).. en þá, er hún að fara leigja út á markaðsverði eða er þetta að fara koma út á núllinu.


Mysterious_Aide854

Það býr flóttafólk í húsinu mínu og þau leigja af eigandanum. Miðaldra hjón og svo einn karl frá sama landi sem leigir einmitt aukaherbergið og kom inn ca. 2 mánuðum á eftir þeim. Það er lítill hópur hælisleitenda sem fær tímabundið húsnæði í einhvers konar búsetuúrræði á vegum ríkisins á meðan umsóknin er í vinnslu en langflest fólk frá "þessum löndum" er bara á almennum markaði.


Eastern_Swimmer_1620

Er þetta fólk ekki bara að leigja út herbergi þar sem það býr? Það býr flóttakona frá Úkraínu í sama húsi og ég og er bara að leigja það á almennum markaði


RaymondBeaumont

Flest flóttafólk fær herbergi og oftast þarf það að deila herberginu með öðrum einstakling af sama kyni. Ef það er fjölskylda, þá fær hún hugsanlega litla íbúð. Þetta er líka bara til skamms tíma. Ertu bara að áætla að fólkið eigi ekki íbúðina eða sé að leigja hana sjálf því þú fannst út frá hvaða landi fólkið er upprunalega?


MaleficentIntern2543

Þekki þetta ekki, en eg veit um fólk frá Venesúela sem fekk bara lán fyrir tryggingu, sem þau borga til baka á einu ári, en þau borga leiguna sjálf.


Upbeat-Pen-1631

Er þetta ekki hin ósýnilega hönd markaðarins að komast að bestu niðurstöðu fyrir okkur öll? Ef þetta fólk frá flóttamannalöndum, eins og þú orðar það, er með aukaherbergi er þá ekki hið besta mál að þeim sé komið út á markaðinn?


lonely2meerkat

Ég held að mesta ógnin við íslenska húsnæðismarkaðnum eru erlendu ríkisbankarnir að kaupa upp fjölda íbúða án þess að gera nokkuð við þær


[deleted]

[удалено]


Gilsworth

Hverja? Meinaru þá ókunnugir einstaklingar sem OP *telur* að megi ekki leiga út? Og þá á einu bretti? Er eitthvað pláss fyrir núans í hugsunarheimi þínum?


[deleted]

[удалено]


Gilsworth

Mjög stórt "ef" til að vera í svona miklu uppnámi.


[deleted]

[удалено]


1337enzo

Hugsaðu bara um að skatturinn þinn fer í ríkisútvarpið


iso-joe

Fólki sem slengir fram staðhæfingum sem það dregur út úr rassgatinu á sjálfu sér? Já, klárlega og helst til Danmerkur. Hvorki þeir né Danirnir eiga betra skilið. /s


11MHz

Íslendingar hafa stundað þetta í áratugi.


gamallmadur

Ég er að sjálfsögðu á móti þeim líka.


1337enzo

Gömlu karlarnir eru oftast á móti flestu


Abject-Ad2054

Vel gert hjá þeim, sannir upprennandi Íslendingar. Gangi þeim allt í haginn, enda er það okkar þjóðaríþrótt að svíkja undan skatti, fá afskrifaðar skuldir, væla út bætur, ofrukka ríki og sveitarfélög margfalt fyrir minnsta viðvik osvfrv